Glæpur skekur fíkniefnalögreglu 27. október 2004 00:01 Loft var lævi blandið í dómsal 101 í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar sótti ákæruvaldið Hall Hilmarsson, fyrrverandi lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar, til saka. Vitnin gegn honum og um leið ásakendur voru fyrrverandi samstarfsmenn hans hjá fíkniefnadeildinni. Aðfaranótt gamlaársdags gerði "götuhópur" fíkniefnalögreglunnar húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Lögreglumenn sögðu fyrir dómi að í fórum hans hefðu fundist fíkniefni og 870 þúsund krónur. "Hann gaf engar trúverðugar skýringar á því hvernig hann hefði fengið féð og minntist ekki á að einhver annar ætti það." Einn lögreglumannanna bar fyrir dómi að hann hefði látið Hall Hilmarsson, næsta yfirmann sinn, vita af árangri leitarinnar, þar á meðal hve mikið fé hefði fundist. "Þetta var ein hæsta ef ekki hæsta upphæð sem við höfðum lagt hald á." @.mfyr:Hallur tekur að sér rannsókn@megin: Einn lögreglumannanna tók að sér að koma haldlögðu fé, fíkniefnum og gögnum málsins rétta boðleið. Þegar götuhópsmenn komu til starfa að nýju eftir nýárið var þeim tilkynnt að málið hefði verið tekið af þeim vegna umfangs þess og Hallur hefði ákveðið að annar fíkniefnalögreglumaður tæki málið yfir. Í reynd tók Hallur rannsóknina sjálfur yfir. Hann var verkstjóri deildarinnar og óvenjulegt en þó ekki einsdæmi að slíkt væri gert. Sá lögreglumaður sem tekið hafði að sér vörslu haldlagðs fjár, sagðist hafa lagt svartan kassa, "hald 6", og plastpoka, "hald 7", á borð Halls. Innihaldið hefði verið hátt á níunda hundrað þúsund krónur. Fer litlum sögum af rannsókn málsins fyrr en í lok febrúar 2003 að Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður skrifar fíkniefnalögreglunni bréf fyrir hönd hins meinta fíkniefnasala þar sem því er lýst yfir að eigandi fjárins sé tiltekinn kunningi hans. Við réttarhöldin bar meintur eigandi fjárins að hann hefði margoft haft samband við Hall Hilmarsson og krafið hann um féð. Yfirmenn hans könnuðust við að bæði hann og lögmaður hans hefðu margsinnis kvartað yfir seinagangi. Svo var komið haustið 2003 samkvæmt framburði yfirmanna fíkniefnadeildarinnar að sýnt þótti að skila yrði fénu sem hald hafði verið lagt á enda höfðu gögn verið lögð fram sem studdu framburð mannsins. Hallur Hilmarsson kom sér hins vegar undan því með ýmsu móti að ljúka málinu. @.mfyr:Haldlagðs fjár saknað@megin: Það er svo ekki fyrr en í mars 2004 að lögmaður meints eiganda fjárins, Brynjar Níelsson, tilkynnir að lögreglunni verði stefnt til að skila fénu. Skipar Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn þá Ásgeiri Karlssyni að láta skila fénu. Þegar hann hefur svo samband við féhirði embættisins kemur í ljós að féð hafi aldrei verið lagt inn á reikning. Böndin bárust nú að Halli en hann fór fyrst undan í flæmingi. Þennan dag 8. mars hafði hann ekki verið í vinnu en um kvöldið kemur hann í fíkniefnadeildina í ókunnum erindagjörðum.Um kvöldið tilkynnir hann að hann hafi fundið féð í "sameiginlegri hillu" á deildinni og fann Ásgeir Karlsson það á skrifborði sínu daginn eftir í kassa og plastpoka. Málið var ekki úr sögunni því Ásgeir gerði sér strax grein fyrir að maðkur væri í mysunni: Hluti fjárins voru glænýir fimm þúsund króna seðlar sem ekki voru í umferð þegar lagt var hald á féð. @.mfyr:Játaði Hallur brot sitt?@megin: Hörður Jóhannesson yfirheyrði Hall um málið og fékk engar trúverðugar skýringar á því. Hörður sagði frá því fyrir dómi aðspurður að um síðir hefði Hallur játað fyrir sér að hafa dregið sér féð. Athygli vakti að Hörður endurtók ekki nema að hluta vitnisburð sinn hjá saksóknara fyrir héraðsdómi en lesið var úr honum í réttinum. Þar skýrði Hörður frá því að Hallur hefði sagt að hann hefði verið beittur fjárkúgun og borgað ofsækjanda sínum 3 milljónir króna "til að halda starfi sínu". "Hann vildi að ég persónulega vissi ástæðurnar. Mér fannst hann ærlegur," sagði Hörður fyrir dómi. Hallur neitaði fyrir dómi að hafa játað afbrotið fyrir Herði og kannaðist ekki við fjárkúgun enda hefði hann ekki átt í neinum fjárhagserfiðleikum. Hann heldur fast við að féð hafi verið geymt í gögnum á "sameiginlegu hillunni" og gaf bersýnilega í skyn að hvaða fíkniefnalögreglumaður sem er hefði getað gerst fingralangur. Dómur verður kveðinn upp 15. nóvember. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Loft var lævi blandið í dómsal 101 í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar sótti ákæruvaldið Hall Hilmarsson, fyrrverandi lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar, til saka. Vitnin gegn honum og um leið ásakendur voru fyrrverandi samstarfsmenn hans hjá fíkniefnadeildinni. Aðfaranótt gamlaársdags gerði "götuhópur" fíkniefnalögreglunnar húsleit hjá manni sem hafði verið undir eftirliti lögreglu vegna sölu og dreifingar fíkniefna. Lögreglumenn sögðu fyrir dómi að í fórum hans hefðu fundist fíkniefni og 870 þúsund krónur. "Hann gaf engar trúverðugar skýringar á því hvernig hann hefði fengið féð og minntist ekki á að einhver annar ætti það." Einn lögreglumannanna bar fyrir dómi að hann hefði látið Hall Hilmarsson, næsta yfirmann sinn, vita af árangri leitarinnar, þar á meðal hve mikið fé hefði fundist. "Þetta var ein hæsta ef ekki hæsta upphæð sem við höfðum lagt hald á." @.mfyr:Hallur tekur að sér rannsókn@megin: Einn lögreglumannanna tók að sér að koma haldlögðu fé, fíkniefnum og gögnum málsins rétta boðleið. Þegar götuhópsmenn komu til starfa að nýju eftir nýárið var þeim tilkynnt að málið hefði verið tekið af þeim vegna umfangs þess og Hallur hefði ákveðið að annar fíkniefnalögreglumaður tæki málið yfir. Í reynd tók Hallur rannsóknina sjálfur yfir. Hann var verkstjóri deildarinnar og óvenjulegt en þó ekki einsdæmi að slíkt væri gert. Sá lögreglumaður sem tekið hafði að sér vörslu haldlagðs fjár, sagðist hafa lagt svartan kassa, "hald 6", og plastpoka, "hald 7", á borð Halls. Innihaldið hefði verið hátt á níunda hundrað þúsund krónur. Fer litlum sögum af rannsókn málsins fyrr en í lok febrúar 2003 að Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður skrifar fíkniefnalögreglunni bréf fyrir hönd hins meinta fíkniefnasala þar sem því er lýst yfir að eigandi fjárins sé tiltekinn kunningi hans. Við réttarhöldin bar meintur eigandi fjárins að hann hefði margoft haft samband við Hall Hilmarsson og krafið hann um féð. Yfirmenn hans könnuðust við að bæði hann og lögmaður hans hefðu margsinnis kvartað yfir seinagangi. Svo var komið haustið 2003 samkvæmt framburði yfirmanna fíkniefnadeildarinnar að sýnt þótti að skila yrði fénu sem hald hafði verið lagt á enda höfðu gögn verið lögð fram sem studdu framburð mannsins. Hallur Hilmarsson kom sér hins vegar undan því með ýmsu móti að ljúka málinu. @.mfyr:Haldlagðs fjár saknað@megin: Það er svo ekki fyrr en í mars 2004 að lögmaður meints eiganda fjárins, Brynjar Níelsson, tilkynnir að lögreglunni verði stefnt til að skila fénu. Skipar Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn þá Ásgeiri Karlssyni að láta skila fénu. Þegar hann hefur svo samband við féhirði embættisins kemur í ljós að féð hafi aldrei verið lagt inn á reikning. Böndin bárust nú að Halli en hann fór fyrst undan í flæmingi. Þennan dag 8. mars hafði hann ekki verið í vinnu en um kvöldið kemur hann í fíkniefnadeildina í ókunnum erindagjörðum.Um kvöldið tilkynnir hann að hann hafi fundið féð í "sameiginlegri hillu" á deildinni og fann Ásgeir Karlsson það á skrifborði sínu daginn eftir í kassa og plastpoka. Málið var ekki úr sögunni því Ásgeir gerði sér strax grein fyrir að maðkur væri í mysunni: Hluti fjárins voru glænýir fimm þúsund króna seðlar sem ekki voru í umferð þegar lagt var hald á féð. @.mfyr:Játaði Hallur brot sitt?@megin: Hörður Jóhannesson yfirheyrði Hall um málið og fékk engar trúverðugar skýringar á því. Hörður sagði frá því fyrir dómi aðspurður að um síðir hefði Hallur játað fyrir sér að hafa dregið sér féð. Athygli vakti að Hörður endurtók ekki nema að hluta vitnisburð sinn hjá saksóknara fyrir héraðsdómi en lesið var úr honum í réttinum. Þar skýrði Hörður frá því að Hallur hefði sagt að hann hefði verið beittur fjárkúgun og borgað ofsækjanda sínum 3 milljónir króna "til að halda starfi sínu". "Hann vildi að ég persónulega vissi ástæðurnar. Mér fannst hann ærlegur," sagði Hörður fyrir dómi. Hallur neitaði fyrir dómi að hafa játað afbrotið fyrir Herði og kannaðist ekki við fjárkúgun enda hefði hann ekki átt í neinum fjárhagserfiðleikum. Hann heldur fast við að féð hafi verið geymt í gögnum á "sameiginlegu hillunni" og gaf bersýnilega í skyn að hvaða fíkniefnalögreglumaður sem er hefði getað gerst fingralangur. Dómur verður kveðinn upp 15. nóvember.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira