Örlög borgarstjóra gætu ráðist í dag 8. nóvember 2004 00:01 Þrýstingur á að Þórólfur Árnason, borgarstjóra eykst nú enn og gætu örlög hans ráðist í kvöld fari svo sem horfir að félagsfundur vinstri grænna álykti að hann eigi að taka pokann sinn. Stjórn félagsins hefur slíka ályktun í smíðum."Hún verður í þá átt að hann verði að víkja", segir Þorleifur Gunnlaugsson, varaformaður vinstri grænna í Reykjavík. Hann segir félagsmenn sem hann hafi rætt svo til einróma í þeirri afstöðu. Fundur félagsins í kvöld er ályktunarbær en áður fundar stjórnin með borgarfulltrúum. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar segir stöðuna óbreytta. Hins vegar áréttar hann að hann hafi aldrei sagt að borgarstjórinn verði að víkja, þótt hann hafi sagt fyrir viku að hann gæti ekki lýst stuðningi við hann. Borgarfulltrúar í öðrum flokkum R-listans viðurkenna að örlög borgarstjóra geti ráðist á fundi vinstri grænna. "Menn vilja ógjarnan að það líti út eins og við sprengjum R-listann" segir maður í innsta hring. Hugsanlegt er að opnað verði á minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins er stuðningur innan borgarstjórnarmeirihlutans við Þórólf að fjara út, ekki síður meðal Samfylkingar og Framsóknarmanna en vinstri- grænna. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vísar því hins vegar á bug að flokkurinn hafi rætt við Sjálfstæðismenn um nýjan meirihluta: "Málið er í skoðun, úrslit mun fást mjög fljótlega". Umræður um arftaka Þórólfs Árnasonar halda áfram enda gengið út frá því sem vísu að hann fari, eigi R listasamstarfið að halda áfram. Nafn Helgu Jónsdóttur, borgarritara hefur verið nefnt en vitað er að verði leitað út fyrir raðir borgarfulltrúa beinist sjónir manna að konu. Sjálfstæðismenn una sínum hag vel í vandræðum R-listans. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi sagði í gær: "Við höfum ekkert nema góða kosti í stöðunni." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þrýstingur á að Þórólfur Árnason, borgarstjóra eykst nú enn og gætu örlög hans ráðist í kvöld fari svo sem horfir að félagsfundur vinstri grænna álykti að hann eigi að taka pokann sinn. Stjórn félagsins hefur slíka ályktun í smíðum."Hún verður í þá átt að hann verði að víkja", segir Þorleifur Gunnlaugsson, varaformaður vinstri grænna í Reykjavík. Hann segir félagsmenn sem hann hafi rætt svo til einróma í þeirri afstöðu. Fundur félagsins í kvöld er ályktunarbær en áður fundar stjórnin með borgarfulltrúum. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar segir stöðuna óbreytta. Hins vegar áréttar hann að hann hafi aldrei sagt að borgarstjórinn verði að víkja, þótt hann hafi sagt fyrir viku að hann gæti ekki lýst stuðningi við hann. Borgarfulltrúar í öðrum flokkum R-listans viðurkenna að örlög borgarstjóra geti ráðist á fundi vinstri grænna. "Menn vilja ógjarnan að það líti út eins og við sprengjum R-listann" segir maður í innsta hring. Hugsanlegt er að opnað verði á minnihlutastjórn Samfylkingar og Framsóknar. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins er stuðningur innan borgarstjórnarmeirihlutans við Þórólf að fjara út, ekki síður meðal Samfylkingar og Framsóknarmanna en vinstri- grænna. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vísar því hins vegar á bug að flokkurinn hafi rætt við Sjálfstæðismenn um nýjan meirihluta: "Málið er í skoðun, úrslit mun fást mjög fljótlega". Umræður um arftaka Þórólfs Árnasonar halda áfram enda gengið út frá því sem vísu að hann fari, eigi R listasamstarfið að halda áfram. Nafn Helgu Jónsdóttur, borgarritara hefur verið nefnt en vitað er að verði leitað út fyrir raðir borgarfulltrúa beinist sjónir manna að konu. Sjálfstæðismenn una sínum hag vel í vandræðum R-listans. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi sagði í gær: "Við höfum ekkert nema góða kosti í stöðunni."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira