Ríkið í skuld við sveitarfélögin 29. nóvember 2004 00:01 Ríkisvaldið er í skuld við sveitarfélögin að mati Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, en hvorki Árni Magnússon félagsmálaráðherra né Geir H. Haarde eru tilbúnir til að greiða hana. Hann sagði í umræðu á Alþingi í gær að fulltrúar sveitarfélaganna kvörtuðu sáran undan því að illa gangi í samningum við ríkið um breytingar á tekjuskiptingu milli þeirra og ríkisins. Össur sagði fjárhagsstöðu sveitarfélaganna alvarlega, enda hafi 71 sveitarfélag verið rekið með tapi á síðasta ári og eftirlitsnefnd með fjárhag þeirra hafi talið ástæðu til að skoða sérstaklega fjárhagsstöðu 23 þeirra. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra var til andsvara og sagði að ríkisvaldið hefði nú þegar komið til móts við óskir sveitarfélaganna. Tekjur þeirra hefðu hækkað með hækkun útsvarsheimilda. Ef þær væru fullnýttar gæti það skilað sveitarfélögunum fimm milljörðum króna á ári. Hækkun framlaga ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefðu numið 2,9 milljörðum frá árinu 1999. Auk þess hefðu ýmsar breytingar verið gerðar sem spöruðu sveitarfélögunum um 600 milljónir króna á ári. Því taldi Árni fráleitt að halda því fram að ekkert hafi verið gert til að laga fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Össur Skarphéðinsson, sagði þetta ekki duga til og að skilningsleysi ríkisstjórnarinnar neyddi sveitarfélögin til að hækka gjöld eða grípa til niðurskurðar á velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin væri því í raun að knýja þau til skattahækkana. Það verði að hans sögn á ábyrgð sömu ríkisstjórnar og boði skattalækkanir upp á 39 milljarða á kjörtímabilinu. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, sagði fjárhagsvanda sveitarfélaganna þrískiptann. Í fyrsta hefðu sveitarfélögin aukið þjónustuna og útgjöld þeirra myndu aukast mikið vegna nýs kjarasamnings kennara. Í þriðja lagi hefðu lög verið samin á þingi og reglugerðir í ráðuneytum sem hefðu aukið útgjöld sveitarfélaga eða minnkað tekjur þeirra. Þann þátt taldi Gunnar nauðsynlegt að leiðrétta. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ríkisvaldið er í skuld við sveitarfélögin að mati Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, en hvorki Árni Magnússon félagsmálaráðherra né Geir H. Haarde eru tilbúnir til að greiða hana. Hann sagði í umræðu á Alþingi í gær að fulltrúar sveitarfélaganna kvörtuðu sáran undan því að illa gangi í samningum við ríkið um breytingar á tekjuskiptingu milli þeirra og ríkisins. Össur sagði fjárhagsstöðu sveitarfélaganna alvarlega, enda hafi 71 sveitarfélag verið rekið með tapi á síðasta ári og eftirlitsnefnd með fjárhag þeirra hafi talið ástæðu til að skoða sérstaklega fjárhagsstöðu 23 þeirra. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra var til andsvara og sagði að ríkisvaldið hefði nú þegar komið til móts við óskir sveitarfélaganna. Tekjur þeirra hefðu hækkað með hækkun útsvarsheimilda. Ef þær væru fullnýttar gæti það skilað sveitarfélögunum fimm milljörðum króna á ári. Hækkun framlaga ríkisins í jöfnunarsjóð sveitarfélaga hefðu numið 2,9 milljörðum frá árinu 1999. Auk þess hefðu ýmsar breytingar verið gerðar sem spöruðu sveitarfélögunum um 600 milljónir króna á ári. Því taldi Árni fráleitt að halda því fram að ekkert hafi verið gert til að laga fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Össur Skarphéðinsson, sagði þetta ekki duga til og að skilningsleysi ríkisstjórnarinnar neyddi sveitarfélögin til að hækka gjöld eða grípa til niðurskurðar á velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin væri því í raun að knýja þau til skattahækkana. Það verði að hans sögn á ábyrgð sömu ríkisstjórnar og boði skattalækkanir upp á 39 milljarða á kjörtímabilinu. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs í Kópavogi, sagði fjárhagsvanda sveitarfélaganna þrískiptann. Í fyrsta hefðu sveitarfélögin aukið þjónustuna og útgjöld þeirra myndu aukast mikið vegna nýs kjarasamnings kennara. Í þriðja lagi hefðu lög verið samin á þingi og reglugerðir í ráðuneytum sem hefðu aukið útgjöld sveitarfélaga eða minnkað tekjur þeirra. Þann þátt taldi Gunnar nauðsynlegt að leiðrétta.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira