Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. nóvember 2024 18:51 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Vísir/Samsett Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum fyrr í dag frumkvæðisathugun á hlerunarmáli Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, situr í nefndinni og segir að málið ætti að vera rannsakað sem mögulegt brot á lögum er varða mútur. Þórhildur Sunna segir að nefndin hafi farið fram á að forsætisráðuneytið og matvælaráðuneytið afhendi sér öll gögn er varða aðkomu Jóns Gunnarssonar að verkefnum í matvælaráðuneytinu, þar með talið erindisbréf hans og upplýsingar um ráðningu hans. Lögum samvkæmt hafa ráðuneytin viku til að skila gögnum til nefndarinnar en Þórhildur Sunna segir að þar sem kosningar séu í nánd og þinglok nálgast óðfluga sé líklegt að málið verði viðfangsefni næsta þings. Ólíkt öðrum þingmálum erfast frumkvæðisathuganir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á milli kjörtímabila. Greiði fyrir greiða Heimildin sagði fyrr í vikunni frá leynilegri upptöku huldumanns þar sem Gunnar Bergmann, sonur Jóns Gunnarssonar, fullyrti að faðir hans hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar forsætiráðherra um að þiggja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að Jón fengi stöðu í matvælaráðuneytinu. Haft var eftir Gunnari í téðum upptökum að Jón hafi ætlað sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en að ráðherrar Vinstri grænna hafi staðið í vegi þess. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur hafnað því að um einhvers konar hrossakaup hafi verið að ræða. Hann hafi einfaldlega beðið Jón um að aðstoða hann í matvælaráðuneytinu. Hann beindi þeim tilmælum til ráðuneytisstjórans í síðustu viku að Jón kæmi ekki nálægt afgreiðslu hvalveiðileyfa. Mikilvægt aðhald Þórhildur Sunna segir ýmislegt benda til þess að um misnotkun valds hafi verið að ræða. „Mér fannst mjög mikilvægt að nefndin sem hefur þetta mikilvæga aðhaldshlutverk með ríkisstjórninni og með stjórnvöldum færi af stað í að skoða þetta mál vegna þess að það er ýmislegt sem bendir til þess að þarna hafi verið um misnotkun valds að ræða og þar af leiðandi mikilvægt að þessi nefnd taki þetta mál til ítarlegar skoðunar,“ segir hún. Ætti að vera lögreglumál Hún segir Pírata vilja koma upp sérstakri stofnun til að rannsaka möguleg spillingarmál eins og þetta. „Þetta mál undirstrikar hvað það er bagalegt að við höfum ekki hér þar til gerða stofnun sem hefur það að hlutverki að rannsaka spillingu. Það er eitt af þeim málum sem Píratar hafa sett á dagskrá,“ segir Þórhildur Sunna. „Auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum. Þetta ætti að vera til rannsóknar að mínu mati hjá lögreglu sem mögulegt mútubrot. Mögulegt brot á 109. grein almennra hegningarlaga.“ Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Leynileg upptaka sem virðist hafa verið grundvöllur umfjöllunar um aðstoðarmann forsætisráðherra og hvalveiðar var boðin fleirum en Heimildinni í síðustu viku. Boðin voru send í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis sem vann meðal annars fyrir Harvey Weinstein. 11. nóvember 2024 16:54 Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13. nóvember 2024 19:40 „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“ 13. nóvember 2024 17:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þórhildur Sunna segir að nefndin hafi farið fram á að forsætisráðuneytið og matvælaráðuneytið afhendi sér öll gögn er varða aðkomu Jóns Gunnarssonar að verkefnum í matvælaráðuneytinu, þar með talið erindisbréf hans og upplýsingar um ráðningu hans. Lögum samvkæmt hafa ráðuneytin viku til að skila gögnum til nefndarinnar en Þórhildur Sunna segir að þar sem kosningar séu í nánd og þinglok nálgast óðfluga sé líklegt að málið verði viðfangsefni næsta þings. Ólíkt öðrum þingmálum erfast frumkvæðisathuganir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á milli kjörtímabila. Greiði fyrir greiða Heimildin sagði fyrr í vikunni frá leynilegri upptöku huldumanns þar sem Gunnar Bergmann, sonur Jóns Gunnarssonar, fullyrti að faðir hans hafi samþykkt beiðni Bjarna Benediktssonar forsætiráðherra um að þiggja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að Jón fengi stöðu í matvælaráðuneytinu. Haft var eftir Gunnari í téðum upptökum að Jón hafi ætlað sér að afgreiða leyfi til hvalveiða í matvælaráðuneytinu en að ráðherrar Vinstri grænna hafi staðið í vegi þess. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur hafnað því að um einhvers konar hrossakaup hafi verið að ræða. Hann hafi einfaldlega beðið Jón um að aðstoða hann í matvælaráðuneytinu. Hann beindi þeim tilmælum til ráðuneytisstjórans í síðustu viku að Jón kæmi ekki nálægt afgreiðslu hvalveiðileyfa. Mikilvægt aðhald Þórhildur Sunna segir ýmislegt benda til þess að um misnotkun valds hafi verið að ræða. „Mér fannst mjög mikilvægt að nefndin sem hefur þetta mikilvæga aðhaldshlutverk með ríkisstjórninni og með stjórnvöldum færi af stað í að skoða þetta mál vegna þess að það er ýmislegt sem bendir til þess að þarna hafi verið um misnotkun valds að ræða og þar af leiðandi mikilvægt að þessi nefnd taki þetta mál til ítarlegar skoðunar,“ segir hún. Ætti að vera lögreglumál Hún segir Pírata vilja koma upp sérstakri stofnun til að rannsaka möguleg spillingarmál eins og þetta. „Þetta mál undirstrikar hvað það er bagalegt að við höfum ekki hér þar til gerða stofnun sem hefur það að hlutverki að rannsaka spillingu. Það er eitt af þeim málum sem Píratar hafa sett á dagskrá,“ segir Þórhildur Sunna. „Auðvitað ætti þetta að vera til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum. Þetta ætti að vera til rannsóknar að mínu mati hjá lögreglu sem mögulegt mútubrot. Mögulegt brot á 109. grein almennra hegningarlaga.“
Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Leynileg upptaka sem virðist hafa verið grundvöllur umfjöllunar um aðstoðarmann forsætisráðherra og hvalveiðar var boðin fleirum en Heimildinni í síðustu viku. Boðin voru send í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis sem vann meðal annars fyrir Harvey Weinstein. 11. nóvember 2024 16:54 Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13. nóvember 2024 19:40 „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“ 13. nóvember 2024 17:42 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Leynileg upptaka sem virðist hafa verið grundvöllur umfjöllunar um aðstoðarmann forsætisráðherra og hvalveiðar var boðin fleirum en Heimildinni í síðustu viku. Boðin voru send í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis sem vann meðal annars fyrir Harvey Weinstein. 11. nóvember 2024 16:54
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13. nóvember 2024 19:40
„Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“ 13. nóvember 2024 17:42