22 konur - 79 karlar 16. desember 2004 00:01 Sveitarfélög á Íslandi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýsluskipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættismenn nefnast ýmist borgarstjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkomandi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélaganna. Í 37 sveitarfélögum eru oddvitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvitastarfinu oftar en ekki sinnt meðfram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starfandi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjórar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæplega 750 á Seyðisfirði sem er fámennast. 27 karlar eru bæjarstjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík er kona. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önnur störf innan kvennahreyfingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskólans í Reykjavík og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23.júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæjarstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjarstjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði.Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi.Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sveitarfélög á Íslandi eru 101. Þau eru misjöfn að stærð og lögun og telja íbúa frá um 115 þúsund í Reykjavík niður í 37 í Mjóafirði. Stjórnsýsluskipulag þeirra er að sama skapi misjafnt og æðstu embættismenn nefnast ýmist borgarstjóri, bæjarstjóri, sveitarstjóri eða oddviti. Hvorki lög né reglur segja til um hvaða titil viðkomandi á að bera, um það er kveðið á í samþykktum sveitarfélaganna. Í 37 sveitarfélögum eru oddvitar æðstu embættismenn. Þetta eru jafnan fámennstu sveitarfélög landsins og oddvitastarfinu oftar en ekki sinnt meðfram annarri vinnu. Sex konur eru oddvitar en 31 karl. Sveitarstjórar nefnast æðstu embættismenn 30 sveitarfélaga. Í flestum þeirra eru íbúar öðru hvoru megin við eitt þúsund en sveitarfélagið Skagafjörður er þó undantekning þar sem búa um fjögur þúsund manns. 21 karl gegnir sveitarstjórastöðu og níu konur. Alls eru 33 bæjarstjórar starfandi í landinu og bil íbúafjölda þeirra bæja þar sem bæjarstjórar eru æðstu embættismenn er æði breitt. Þannig búa um 25 þúsund manns í Kópavogi sem er þeirra fjölmennast en rétt tæplega 750 á Seyðisfirði sem er fámennast. 27 karlar eru bæjarstjórar og sex konur. Á Íslandi er ein borg og því einn borgarstjóri í landinu. Borgarstjórinn í Reykjavík er kona. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík 2004. F. 7. apríl 1965. Fyrri störf: Framkvæmdastjóri Hallveigarstaða og ýmis önnur störf innan kvennahreyfingarinnar. Borgarfulltrúi. 113.387 íbúar. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ frá 2000. F. 6. júlí 1968. Fyrri störf: Starfsmaður Háskólans í Reykjavík og aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Bæjarfulltrúi. 8.863 íbúar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ frá 2002. F. 23.júní 1949. Fyrri störf: Kennari og skólastjóri. Bæjarfulltrúi. 6.573 íbúar. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði frá 1995. F. 24. mars 1968. Fyrri störf: Vann hjá embætti sýslumanns Snæfellinga. 936 íbúar. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi frá 2002. F. 17. ágúst 1963. Fyrri störf: Frkvstj. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs og ráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. 958 íbúar. Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 2002. F. 5. september 1951. Fyrri störf: Félagsfræðingur hjá Jafnréttisráði. 994 íbúar. Guðrún Pálsdóttir, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, gegnir embætti bæjarstjóra til áramóta. Þá tekur Hansína Á. Björgvinsdóttir við og verður bæjarstjóri fram á mitt næsta ár þegar Gunnar I. Birgisson tekur við starfinu. 25.291 íbúi. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði.Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi.Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira