Kaupin á verkum Sigmunds einsdæmi 17. desember 2004 00:01 Samningur upp á 18 milljónir sem forsætisráðuneytið hefur gert við teiknarann Sigmund um kaup á 10 þúsund myndum hans sem birst hafa í Morgunblaðinu hefur vakið talsverða athygli. Fjárhæðin er nærri tvisvar sinnum sú upphæð sem Listasafn Íslands fær á fjárlögum til listaverkakaupa. Ólafur B. Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, segir að sú upphæð hafi farið lækkandi, hafi til skamms tíma verið 12,5 milljónir króna en hafi nú verið lækkuð í 10,8 milljónir. Listfræðingar eru á einu máli um að ekkert fordæmi sé fyrir því að listaverk séu keypt af einum listamanni fyrir slíka fjárhæð. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur segir að 18 milljónir séu gríðarlega há fjárhæð í hinum fjárvana íslenska listheimi. Þannig slagar fjárhæðin upp í árlegan rekstrarkostnað Listasafns Akureyrar og er fimm milljjónum hærri en fjárveiting Listasafns Reykjavíkur til listaverkakaupa. Halldór Björn segir að þetta sé út úr öllu korti: "Þegar þetta er borið saman við fjárveitingar ríksins til listaverkakaupa getur maður ekki annað sagt en að þetta sé svívirða." Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Akureyrar, segir að engin dæmi séu fyrir slíkum stórkaupum af einum myndlistarmanni: "Sigmund tilheyrir óneitanlega sjónlistum. Var gengið framhjá Listasafni Íslands, sem á lögum samkvæmt að vera til ráðuneytis um listaverkakaup?" Halldór Björn Runólfsson bendir svo á að teikningar Sigmunds hafi birst í Morgunblaðinu og á bókum og upphaflegu teikningarnar hafi ekkert sérstakt gildi. "Þær hafa ekkert ákveðið grafískt gildi." Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins segir að verk Sigmunds hafi verið keypt í tilefni 60 ára afmælis lýðveldisins Íslands og jafnframt í tengslum við 100 ára afmæli heimastjórnar. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um þetta mál en hann svaraði ekki skilaboðum þar að lútandi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Samningur upp á 18 milljónir sem forsætisráðuneytið hefur gert við teiknarann Sigmund um kaup á 10 þúsund myndum hans sem birst hafa í Morgunblaðinu hefur vakið talsverða athygli. Fjárhæðin er nærri tvisvar sinnum sú upphæð sem Listasafn Íslands fær á fjárlögum til listaverkakaupa. Ólafur B. Kvaran, forstöðumaður Listasafnsins, segir að sú upphæð hafi farið lækkandi, hafi til skamms tíma verið 12,5 milljónir króna en hafi nú verið lækkuð í 10,8 milljónir. Listfræðingar eru á einu máli um að ekkert fordæmi sé fyrir því að listaverk séu keypt af einum listamanni fyrir slíka fjárhæð. Halldór Björn Runólfsson listfræðingur segir að 18 milljónir séu gríðarlega há fjárhæð í hinum fjárvana íslenska listheimi. Þannig slagar fjárhæðin upp í árlegan rekstrarkostnað Listasafns Akureyrar og er fimm milljjónum hærri en fjárveiting Listasafns Reykjavíkur til listaverkakaupa. Halldór Björn segir að þetta sé út úr öllu korti: "Þegar þetta er borið saman við fjárveitingar ríksins til listaverkakaupa getur maður ekki annað sagt en að þetta sé svívirða." Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Akureyrar, segir að engin dæmi séu fyrir slíkum stórkaupum af einum myndlistarmanni: "Sigmund tilheyrir óneitanlega sjónlistum. Var gengið framhjá Listasafni Íslands, sem á lögum samkvæmt að vera til ráðuneytis um listaverkakaup?" Halldór Björn Runólfsson bendir svo á að teikningar Sigmunds hafi birst í Morgunblaðinu og á bókum og upphaflegu teikningarnar hafi ekkert sérstakt gildi. "Þær hafa ekkert ákveðið grafískt gildi." Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins segir að verk Sigmunds hafi verið keypt í tilefni 60 ára afmælis lýðveldisins Íslands og jafnframt í tengslum við 100 ára afmæli heimastjórnar. Fréttablaðið óskaði eftir viðtali við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um þetta mál en hann svaraði ekki skilaboðum þar að lútandi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira