Þiggja eftirlaun í fullu starfi 19. janúar 2005 00:01 Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á sínum tíma. Allir flokkar á þingi stóðu að gerð frumvarpsins en þegar hávær mótmælaalda reis í þjóðfélaginu dró stjórnaandstaðan sig til baka. Bar því við að stjórnarflokkarnir hefðu reynst ófáanlegir til að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Þuríður Bachman, fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd, dró stuðning sinn við frumvarpið til baka, Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum gerði slíkt hið sama en Guðmundur Árni Stefánsson var eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem samþykkti frumvarpið. Páll Magnússon Framsóknarflokki sagði þá að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi einfaldlega guggnað þegar „nokkrir verkalýðsforingjar úti í bæ“ hótuðu úrsögn úr flokknum. Svo hafi þingheimur fylgst með því þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kom í hús og hundskammaði hvern þingmann flokksins á fætur öðrum úti í horni. Nú eru afleiðingar þessa frumvarps að koma í ljós að hluta. Á síðasti ári fengu sjö ráðherrar greidd eftirlaun, samtals sautján milljónir, en eru engu að síður í fullu starfi hjá ríkinu. Listi þessara fyrrverandi ráðherra hefur ekki fengist en þeir sem koma til greina eru ekki ýkja margir. Þegar hafa verið tilteknir Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson en við nánari skoðun kemur Kjartan ekki til greina þar sem hann var ekki ráðherra nema í tvö ár. Þeir sex sem koma til greina samkvæmt skoðun fréttastofu Stöðvar 2 eru: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, en samkvæmt lögum um eftirlaun getur hann fengið 352 þúsund í viðbót við forstjóralaun sín samkvæmt útreikningum fréttastofu. Guðmundur Bjarnason á, miðað við tuttugu ár á þingi og átta ár á ráðherrastól, rétt á 309 þúsundum ofan á sín laun sem forstjóri Íbúðarlánasjóðs. Jón Sigurðsson þiggur sín laun hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og getur bætt 185 þúsund krónum frá íslenska ríkinu ofan á þau. Og fyrrnefndir Svavar Gestsson, sem á rétt á 273 þúsundum ofan á sendiherralaun sem eru um milljón á mánuði, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem á rétt á 388 þúsundum ofan á sín ríflegu sendiherralaun. Þorsteinn Pálsson sendiherra er 58 ára í ár en á nú þegar rétt á 189 þúsund króna eftirlaunum vegna ellefu ára setu á ráðherrastól. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á sínum tíma. Allir flokkar á þingi stóðu að gerð frumvarpsins en þegar hávær mótmælaalda reis í þjóðfélaginu dró stjórnaandstaðan sig til baka. Bar því við að stjórnarflokkarnir hefðu reynst ófáanlegir til að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Þuríður Bachman, fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd, dró stuðning sinn við frumvarpið til baka, Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum gerði slíkt hið sama en Guðmundur Árni Stefánsson var eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem samþykkti frumvarpið. Páll Magnússon Framsóknarflokki sagði þá að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi einfaldlega guggnað þegar „nokkrir verkalýðsforingjar úti í bæ“ hótuðu úrsögn úr flokknum. Svo hafi þingheimur fylgst með því þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kom í hús og hundskammaði hvern þingmann flokksins á fætur öðrum úti í horni. Nú eru afleiðingar þessa frumvarps að koma í ljós að hluta. Á síðasti ári fengu sjö ráðherrar greidd eftirlaun, samtals sautján milljónir, en eru engu að síður í fullu starfi hjá ríkinu. Listi þessara fyrrverandi ráðherra hefur ekki fengist en þeir sem koma til greina eru ekki ýkja margir. Þegar hafa verið tilteknir Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson en við nánari skoðun kemur Kjartan ekki til greina þar sem hann var ekki ráðherra nema í tvö ár. Þeir sex sem koma til greina samkvæmt skoðun fréttastofu Stöðvar 2 eru: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, en samkvæmt lögum um eftirlaun getur hann fengið 352 þúsund í viðbót við forstjóralaun sín samkvæmt útreikningum fréttastofu. Guðmundur Bjarnason á, miðað við tuttugu ár á þingi og átta ár á ráðherrastól, rétt á 309 þúsundum ofan á sín laun sem forstjóri Íbúðarlánasjóðs. Jón Sigurðsson þiggur sín laun hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og getur bætt 185 þúsund krónum frá íslenska ríkinu ofan á þau. Og fyrrnefndir Svavar Gestsson, sem á rétt á 273 þúsundum ofan á sendiherralaun sem eru um milljón á mánuði, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem á rétt á 388 þúsundum ofan á sín ríflegu sendiherralaun. Þorsteinn Pálsson sendiherra er 58 ára í ár en á nú þegar rétt á 189 þúsund króna eftirlaunum vegna ellefu ára setu á ráðherrastól.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira