Opinberir starfsmenn á sérkjörum 19. janúar 2005 00:01 MYND/NFS Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi sendiherra í Finnlandi, hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mánuði auk fullra launa vegna sendiherrastöðu sinnar, sem nema tæpri milljón króna sem er að stórum hluta skattfrjáls. Sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins og samtals þáðu þeir sautján milljónir í eftirlaunagreiðslur á liðnu ári. Lög um eftirlaun sem samþykkt voru á Alþingi í árslok 2003 gera ráð fyrir því að ráðherrar og alþingismenn geti farið á eftirlaun um sextugt. Eftirlaun þeirra eru þá þrjú prósent af þingfararkaupi fyrir hvert ár á þingi og sex prósent af ráðherraviðbót fyrir hvert ár á ráðherrastóli. Með lögunum voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn og fyrrverandi forsætisráðherra, á nú rétt á svipuðum eftirlaunum og Jón Baldvin en um 65 ára aldur á hann rétt á um 630.000 krónum, óháð því hvort hann verður enn í starfi á vegum hins opinbera. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi sendiherra í Svíþjóð, á rétt á um 350.000 krónum á mánuði í eftirlaunagreiðslur meðfram um milljón króna sendiherralaunum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þessir einstaklingar hafa þegar nýtt sér rétt til eftirlauna. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Samþykkt laganna var umdeild á sínum tíma og taldi forusta Alþýðusambands Íslands að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Jón Baldvin HannibalssonÞorsteinn PálssonSvavar Gestsson Sendiherra í Finnlandi. Þingmaður Alþýðuflokks 1982 til 1998, fjármálaráðherra 1987 til 1988 og utanríkisráðherra 1988 til 1995. Eftirlaunaréttur um 370.000 krónur.Sendiherra í Kaupmannahöfn. Þingmaður Sjálfstæðisflokks 1983 til 1999. Fjármálaráðherra 1985 til 1987, forsætisráðherra 1987 til 1988, sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra 1991 til 1999. Núverandi eftirlaunaréttur um 360.000 krónur. 42 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Eftir það verður eftirlaunarétturinn um 630.000.Sendiherra í Svíþjóð. Þingmaður Alþýðubandalags og Samfylkingar frá 1978 til 1999. Viðskiptaráðherra 1978 til 1979, félags- og heilbrigðisráðherra 1980 til 1983 og menntamálaráðherra 1988 til 1991. Núverandi eftirlaunaréttur um 350.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Guðmundur BjarnasonFriðrik SophussonSighvatur Björgvinsson Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Þingmaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1999. Heilbrigðisráðherra 1987 til 1991. Landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995 til 1999. Núverandi réttur um 330.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs.Forstjóri Landsvirkjunar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1978 til 1998. Iðnaðarráðherra 1987 til 1988 og fjármálaráðherra 1991 til 1998. Eftirlaunaréttur um 330.000 krónur.Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þingmaður Alþýðuflokks og Samfylkingar 1974 til 1983 og 1987 til 2001. Fjármálaráðherra 1979 til 1980, heilbrigðisráðherra 1991 til 1993 og 1994 til 1995 og viðskiptaráðherra 1993 til 1995. Núverandi eftirlaunaréttur um 290.000 krónur. Tólf prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Kjartan JóhannssonEiður GuðnasonTómas Ingi Olrich Sendiherra í Belgíu. Þingmaður Alþýðuflokks frá 1978 til 1989. Sjávarútvegsráðherra 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1979 til 1980. Eftirlaunaréttur um 210.000 krónur.Sendiherra í Kína. Þingmaður Alþýðuflokks 1978 til 1993. Umhverfisráðherra frá 1991 til 1993. Eftirlaunaréttur um 250.000 krónur.Sendiherra í Frakklandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokks frá 1991 til 2003. Menntamálaráðherra 2002 til 2003. Núverandi eftirlaunaréttur um 150.000 krónur. Átján prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi sendiherra í Finnlandi, hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mánuði auk fullra launa vegna sendiherrastöðu sinnar, sem nema tæpri milljón króna sem er að stórum hluta skattfrjáls. Sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins og samtals þáðu þeir sautján milljónir í eftirlaunagreiðslur á liðnu ári. Lög um eftirlaun sem samþykkt voru á Alþingi í árslok 2003 gera ráð fyrir því að ráðherrar og alþingismenn geti farið á eftirlaun um sextugt. Eftirlaun þeirra eru þá þrjú prósent af þingfararkaupi fyrir hvert ár á þingi og sex prósent af ráðherraviðbót fyrir hvert ár á ráðherrastóli. Með lögunum voru heimildir til töku eftirlauna rýmkaðar og aðeins einn þeirra sjö sem nú þiggja eftirlaun hafði öðlast réttindi til þeirra fyrir gildistöku nýju laganna. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Kaupmannahöfn og fyrrverandi forsætisráðherra, á nú rétt á svipuðum eftirlaunum og Jón Baldvin en um 65 ára aldur á hann rétt á um 630.000 krónum, óháð því hvort hann verður enn í starfi á vegum hins opinbera. Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og núverandi sendiherra í Svíþjóð, á rétt á um 350.000 krónum á mánuði í eftirlaunagreiðslur meðfram um milljón króna sendiherralaunum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort þessir einstaklingar hafa þegar nýtt sér rétt til eftirlauna. Halldór Blöndal, forseti Alþings, mælti fyrir frumvarpinu á sínum tíma og sagði að eitt af markmiðum þess væri að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Samþykkt laganna var umdeild á sínum tíma og taldi forusta Alþýðusambands Íslands að aukin réttindi ráðherra og þingmanna væru ekki í réttu hlutfalli við það sem almenningur ætti að venjast. Jón Baldvin HannibalssonÞorsteinn PálssonSvavar Gestsson Sendiherra í Finnlandi. Þingmaður Alþýðuflokks 1982 til 1998, fjármálaráðherra 1987 til 1988 og utanríkisráðherra 1988 til 1995. Eftirlaunaréttur um 370.000 krónur.Sendiherra í Kaupmannahöfn. Þingmaður Sjálfstæðisflokks 1983 til 1999. Fjármálaráðherra 1985 til 1987, forsætisráðherra 1987 til 1988, sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra 1991 til 1999. Núverandi eftirlaunaréttur um 360.000 krónur. 42 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Eftir það verður eftirlaunarétturinn um 630.000.Sendiherra í Svíþjóð. Þingmaður Alþýðubandalags og Samfylkingar frá 1978 til 1999. Viðskiptaráðherra 1978 til 1979, félags- og heilbrigðisráðherra 1980 til 1983 og menntamálaráðherra 1988 til 1991. Núverandi eftirlaunaréttur um 350.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Guðmundur BjarnasonFriðrik SophussonSighvatur Björgvinsson Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Þingmaður Framsóknarflokksins frá 1979 til 1999. Heilbrigðisráðherra 1987 til 1991. Landbúnaðar- og umhverfisráðherra 1995 til 1999. Núverandi réttur um 330.000 krónur. 24 prósenta skerðing til 65 ára aldurs.Forstjóri Landsvirkjunar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins 1978 til 1998. Iðnaðarráðherra 1987 til 1988 og fjármálaráðherra 1991 til 1998. Eftirlaunaréttur um 330.000 krónur.Framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Þingmaður Alþýðuflokks og Samfylkingar 1974 til 1983 og 1987 til 2001. Fjármálaráðherra 1979 til 1980, heilbrigðisráðherra 1991 til 1993 og 1994 til 1995 og viðskiptaráðherra 1993 til 1995. Núverandi eftirlaunaréttur um 290.000 krónur. Tólf prósenta skerðing til 65 ára aldurs. Kjartan JóhannssonEiður GuðnasonTómas Ingi Olrich Sendiherra í Belgíu. Þingmaður Alþýðuflokks frá 1978 til 1989. Sjávarútvegsráðherra 1978 til 1979 og sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1979 til 1980. Eftirlaunaréttur um 210.000 krónur.Sendiherra í Kína. Þingmaður Alþýðuflokks 1978 til 1993. Umhverfisráðherra frá 1991 til 1993. Eftirlaunaréttur um 250.000 krónur.Sendiherra í Frakklandi. Þingmaður Sjálfstæðisflokks frá 1991 til 2003. Menntamálaráðherra 2002 til 2003. Núverandi eftirlaunaréttur um 150.000 krónur. Átján prósenta skerðing til 65 ára aldurs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira