Heimurinn hættulegri eftir innrás 22. janúar 2005 00:01 Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar var yfirskrift málþings sem Samfylkingin stóð að á Grand Hóteli. Aðalræðumaðurinn, Thorvald Stoltenberg, sem er þekktastur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995 og sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti sýn sinni á stöðu heimsmála um þessar mundir. Hann sagði innrás Bandaríkjamanna og Breta hafa haft alvarlegar afleiðingar. Heimurinn væri ekki öruggari eftir innrásina og ástæður innrásarinnar væru ekki lengur fyrir hendi þó að ef til vill hefði verið grunur um eitthvað misjafnt í Írak. Stoltenberg sagði enn fremur að nú vissu menn menn að það hefði ekki verið nein ástæða til þess að fara í stríð og það hefði ekki leitt til neins góðs. Vonandi hefði það þær afleiðingar að ekki yrði eins auðvelt að gera innrás í önnur lönd og menn yrðu gætnari framvegis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að framtíðarhópur flokksins hefði lagt áherslu á að Ísland væri boðberi friðar á alþjóðavettvangi og ætti að setja traust sitt á alþjóðalög og stofnanir. Hún taldi að það væri stefna þorra þjóðarinnar og gengið hefði verið á svig við hana með ákvörðun um aðild Íslands að innrásinni í Írak. Aðildin hefði haft mjög neikvæð áhrif og hún liti á hana sem mistök í utanríkismálum og algjörlega á skjön við þá stefnu sem landið hefði haft frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar. Ingibjörg sagði innrásina ekki gerða undir formerkjum alþjóðasamfélagsins heldur væru það tiltekin ríki sem hefðu tekið sér lögregluvald. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga væri mikilvægt að fara að alþjóðalögum og -leikreglum því annars yrði landið leiksoppur stórveldanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Heimurinn er hættulegri og hryðjuverkaógnin hefur aukist eftir innrásina í Írak, segir Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, sem var aðalræðumaður á málþingi um öryggismál í heiminum, sem Samfylkingin hélt í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að aðild Íslands að innrásinni gangi á svig við friðarímynd landsins. Heimsöryggi - ábyrgð smáþjóðar var yfirskrift málþings sem Samfylkingin stóð að á Grand Hóteli. Aðalræðumaðurinn, Thorvald Stoltenberg, sem er þekktastur fyrir störf sín sem sáttasemjari í fyrrverandi Júgóslavíu árin 1993-1995 og sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Írak, lýsti sýn sinni á stöðu heimsmála um þessar mundir. Hann sagði innrás Bandaríkjamanna og Breta hafa haft alvarlegar afleiðingar. Heimurinn væri ekki öruggari eftir innrásina og ástæður innrásarinnar væru ekki lengur fyrir hendi þó að ef til vill hefði verið grunur um eitthvað misjafnt í Írak. Stoltenberg sagði enn fremur að nú vissu menn menn að það hefði ekki verið nein ástæða til þess að fara í stríð og það hefði ekki leitt til neins góðs. Vonandi hefði það þær afleiðingar að ekki yrði eins auðvelt að gera innrás í önnur lönd og menn yrðu gætnari framvegis. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði að framtíðarhópur flokksins hefði lagt áherslu á að Ísland væri boðberi friðar á alþjóðavettvangi og ætti að setja traust sitt á alþjóðalög og stofnanir. Hún taldi að það væri stefna þorra þjóðarinnar og gengið hefði verið á svig við hana með ákvörðun um aðild Íslands að innrásinni í Írak. Aðildin hefði haft mjög neikvæð áhrif og hún liti á hana sem mistök í utanríkismálum og algjörlega á skjön við þá stefnu sem landið hefði haft frá lokum síðari heimsstyjaldarinnar. Ingibjörg sagði innrásina ekki gerða undir formerkjum alþjóðasamfélagsins heldur væru það tiltekin ríki sem hefðu tekið sér lögregluvald. Fyrir smáþjóð eins og Íslendinga væri mikilvægt að fara að alþjóðalögum og -leikreglum því annars yrði landið leiksoppur stórveldanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira