Hættir dreifingu fundargerða 28. janúar 2005 00:01 Utanríkismálanefnd hefur ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda. Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum. Á fundi nefndarinnar í dag var rætt um störf nefndarinnar og í lok umræðna var samþykkt svohljóðandi bókun sem ákveðið var að gerð yrði opinber: Að undanförnu hefur þess verið krafist að utanríkismálanefnd upplýsi hvað fram hafi farið á fundum nefndarinnar í tengslum við ákvörðun um stuðning við aðgerðir í Írak. Fjölmiðlar hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum sem ekki hefur verið unnt að veita þar sem um trúnaðarmál er að ræða, lögum samkvæmt.Föstudaginn 21. janúar 2005 birtist fréttaskýring í Fréttablaðinu þar sem að sögn er lýst orðaskiptum í utanríkismálanefnd á tveimur tilgreindum fundum, 19. febrúar og 21. mars 2003, og í umfjöllun blaðsins er látið í veðri vaka að blaðamaður hafi haft vitneskju um orðaskipti milli manna á lokuðum fundi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem upp hafa komið tilvik sem varða meðferð trúnaðarupplýsinga. Því er ástæða fyrir utanríkismálanefnd að taka þessi mál mjög föstum tökum.Samkvæmt 24. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og áratugalangri venju um þagnarskyldu nefndarmanna og um túlkun 24. gr. er allt það sem fram fer á fundum nefndarinnar trúnaðarmál nema annað sé tekið fram. Engin undantekning hefur verið gerð um meðferð þessa máls. Hið sama gildir um fundargerðir nefndarinnar sem jafnframt eru merktar sem trúnaðarmál og dreift til tiltekins hóps manna, sem er 32 einstaklingar. Þagnarskyldan gildir um alla sem fá trúnaðargögn afhent og felst m.a. í því að þeir mega ekki miðla upplýsingum til annarra, hvorki þingmanna eða óviðkomandi aðila.Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum og brýni fyrir þeim þau lagaákvæði sem um meðferð trúnaðargagna gilda og nauðsyn þess að virða trúnað. Að gefnu tilefni bendir utanríkismálanefnd á að brot af þessu tagi getur varðað refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum.Til að utanríkismálanefnd geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og til að tryggja sem best meðferð trúnaðargagna hefur nefndin ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið, og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda en sendar ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis. Tilhögun þessi gildir uns annað verður ákveðið.Samþykkt á fundi utanríkismálanefndar 28. janúar 2005. Að bókuninni stóðu Sólveig Pétursdóttir, formaður, Siv Friðleifsdóttir, varaformaður, Einar K. Guðfinnsson, Jónína Bjartmarz, Drífa Hjartardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem samþykkti bókunina með fyrirvara. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Utanríkismálanefnd hefur ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda. Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum. Á fundi nefndarinnar í dag var rætt um störf nefndarinnar og í lok umræðna var samþykkt svohljóðandi bókun sem ákveðið var að gerð yrði opinber: Að undanförnu hefur þess verið krafist að utanríkismálanefnd upplýsi hvað fram hafi farið á fundum nefndarinnar í tengslum við ákvörðun um stuðning við aðgerðir í Írak. Fjölmiðlar hafa ítrekað óskað eftir upplýsingum sem ekki hefur verið unnt að veita þar sem um trúnaðarmál er að ræða, lögum samkvæmt.Föstudaginn 21. janúar 2005 birtist fréttaskýring í Fréttablaðinu þar sem að sögn er lýst orðaskiptum í utanríkismálanefnd á tveimur tilgreindum fundum, 19. febrúar og 21. mars 2003, og í umfjöllun blaðsins er látið í veðri vaka að blaðamaður hafi haft vitneskju um orðaskipti milli manna á lokuðum fundi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem upp hafa komið tilvik sem varða meðferð trúnaðarupplýsinga. Því er ástæða fyrir utanríkismálanefnd að taka þessi mál mjög föstum tökum.Samkvæmt 24. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, og áratugalangri venju um þagnarskyldu nefndarmanna og um túlkun 24. gr. er allt það sem fram fer á fundum nefndarinnar trúnaðarmál nema annað sé tekið fram. Engin undantekning hefur verið gerð um meðferð þessa máls. Hið sama gildir um fundargerðir nefndarinnar sem jafnframt eru merktar sem trúnaðarmál og dreift til tiltekins hóps manna, sem er 32 einstaklingar. Þagnarskyldan gildir um alla sem fá trúnaðargögn afhent og felst m.a. í því að þeir mega ekki miðla upplýsingum til annarra, hvorki þingmanna eða óviðkomandi aðila.Utanríkismálanefnd átelur harðlega þann trúnaðarbrest sem átt hefur sér stað með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila. Nefndin beinir því til formanna þingflokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sínum og brýni fyrir þeim þau lagaákvæði sem um meðferð trúnaðargagna gilda og nauðsyn þess að virða trúnað. Að gefnu tilefni bendir utanríkismálanefnd á að brot af þessu tagi getur varðað refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum.Til að utanríkismálanefnd geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og til að tryggja sem best meðferð trúnaðargagna hefur nefndin ákveðið að hætta dreifingu fundargerða til þess hóps sem þær hefur fengið, og verða þær framvegis eingöngu aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda en sendar ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis. Tilhögun þessi gildir uns annað verður ákveðið.Samþykkt á fundi utanríkismálanefndar 28. janúar 2005. Að bókuninni stóðu Sólveig Pétursdóttir, formaður, Siv Friðleifsdóttir, varaformaður, Einar K. Guðfinnsson, Jónína Bjartmarz, Drífa Hjartardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem samþykkti bókunina með fyrirvara.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira