Átök í framsókn 31. janúar 2005 00:01 Tvær fylkingar innan Framsóknarflokksins takast nú á, annars vegar hópur sem starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson, og svo þeir sem eru ósáttir við vinnubrögð flokksins og þá þróun sem átt hefur sér stað innan hans. Í hópi Halldórs eru meðal annars bræðurnir Árni og Páll Magnússynir, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og varaþingmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Herdís Sæmundardóttir. Í hinum hópnum eru Kristinn H. Gunnarsson, Una María Óskarsdóttir og jafnvel Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz. Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Afskipti bræðranna Árna og Páls af starfi Freyju kann að draga dilk á eftir sér. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga framsóknarmenn í gær sem höfðu verulegar áhyggjur af hvernig málum væri nú komið í flokknum þó svo að enginn þeirra sæi flokksþingið sem öruggan vettvang breytinga. Viðmælendur, sem ekki vilja koma fram undir nafni, hafa skýringar á hvað búi að baki byltingunni í Freyju. Árni Magnússon er sagður sitja í mjög ótryggu þingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og sjái fyrir sér að komast á lista í kjördæmi Sivjar Friðleifsdóttur, Suðvesturkjördæmi. Freyja á fulltrúa í kjördæmaþingi, þar sem raðað er á framboðslistann. Þá hefur verið nefnt að Árni hafi jafnframt viljað styrkja stöðu sinnar fylkingar á flokksþingi, þar sem Freyjan á einnig fulltrúa, ef til þess kemur að hann, eða Valgerður bjóði sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni, eða gegn Siv sem ritari flokksins.. Viðmælendur blaðsins sögðust vissir um að atburðirnir í Kópavogi væru ekki einsdæmi og fleiri tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. Sem dæmi um flokkadrættina var nefnt að Árni hefði nýverið skipað þrjá fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sem áður voru í höndum Húnboga Þorsteinssonar. Hann lét af störfum sökum aldurs. Herdís Sæmundardóttir verður formaður ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sævar Þór Sigurgeirsson tekur við formennsku í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Gestur Gestsson verður fulltrúi í innheimtustofnun sveitarfélaga. Húnbogi var einnig formaður kaupskrárnefndar, en það sæti tekur Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar. Öll eru þau sögð vera í fylkingu Halldórs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Tvær fylkingar innan Framsóknarflokksins takast nú á, annars vegar hópur sem starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson, og svo þeir sem eru ósáttir við vinnubrögð flokksins og þá þróun sem átt hefur sér stað innan hans. Í hópi Halldórs eru meðal annars bræðurnir Árni og Páll Magnússynir, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og varaþingmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Herdís Sæmundardóttir. Í hinum hópnum eru Kristinn H. Gunnarsson, Una María Óskarsdóttir og jafnvel Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz. Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Afskipti bræðranna Árna og Páls af starfi Freyju kann að draga dilk á eftir sér. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga framsóknarmenn í gær sem höfðu verulegar áhyggjur af hvernig málum væri nú komið í flokknum þó svo að enginn þeirra sæi flokksþingið sem öruggan vettvang breytinga. Viðmælendur, sem ekki vilja koma fram undir nafni, hafa skýringar á hvað búi að baki byltingunni í Freyju. Árni Magnússon er sagður sitja í mjög ótryggu þingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og sjái fyrir sér að komast á lista í kjördæmi Sivjar Friðleifsdóttur, Suðvesturkjördæmi. Freyja á fulltrúa í kjördæmaþingi, þar sem raðað er á framboðslistann. Þá hefur verið nefnt að Árni hafi jafnframt viljað styrkja stöðu sinnar fylkingar á flokksþingi, þar sem Freyjan á einnig fulltrúa, ef til þess kemur að hann, eða Valgerður bjóði sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni, eða gegn Siv sem ritari flokksins.. Viðmælendur blaðsins sögðust vissir um að atburðirnir í Kópavogi væru ekki einsdæmi og fleiri tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. Sem dæmi um flokkadrættina var nefnt að Árni hefði nýverið skipað þrjá fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sem áður voru í höndum Húnboga Þorsteinssonar. Hann lét af störfum sökum aldurs. Herdís Sæmundardóttir verður formaður ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sævar Þór Sigurgeirsson tekur við formennsku í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Gestur Gestsson verður fulltrúi í innheimtustofnun sveitarfélaga. Húnbogi var einnig formaður kaupskrárnefndar, en það sæti tekur Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar. Öll eru þau sögð vera í fylkingu Halldórs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira