Stjórnarformaður vill milljarð 1. febrúar 2005 00:01 Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að veita einum milljarði króna til Byggðastofnunar. Ef tillagan nær fram að ganga getur eiginfé stofnunarinnar batnað um allt að rúman þriðjung en eigiðfé stofnunarinnar er í dag um 1,6 milljarðar króna. Útlánaheimildir stofnunarinnar nema nú 2,7 milljarða króna en óljóst er hvort þær verða nýttar að fullu á þessu ári. Verulegar uppgreiðslur hafa verið hjá Byggðastofnun en ekki er vitað nákvæmlega hversu miklar þær eru. "Tekjur okkar hafa dregist saman. Þessi breyting á fjármagnsmarkaði hefur komið okkur í klípu því að traustari lántakendur hafa greitt upp lán sín og eftir sitja lántakendur sem hafa ekki jafn traustan fjárhag. Bankarnir vilja þessi fyrirtæki ekki í viðskipti," segir Herdís Á. Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Byggðastofnun ber samkvæmt lögum að varðveita eiginfé sitt að raungildi. Ef Byggðastofnun fær milljarðinn styrkir það eiginfjárstöðu stofnunarinnar auk þess stofnunin fái bolmagn til að fylgja eftir átaksverkefnum, taka þátt í nýjum verkefnum og efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. "Við höfum líka verið að glíma við útlánatöp í ýmsum greinum á undanförnum árum," segir hún. Spurð um það hvort Byggðastofnun sé orðin tímaskekkja kveðst Herdís telja tímabært að skoða stoðkerfi atvinnulífsins. Pétur Blöndal alþingismaður segist margoft hafa lagt til að Byggðastofnun verði lögð niður. Hann kveðst alfarið á móti þingsályktunartillögu Herdísar. Hann telur að styrk- og lánveitingar Byggðastofnunar virki eins og eiturlyf í byggðarlögum landsins því að það frestar því að tekið sé á vandanum og gefi mynd af góðri stöðu sem ekki er til staðar. Atvinnugreinar verði enn háðari ríkisstyrkjum og þetta geti verið mjög skaðlegt fyrir vel rekin fyrirtæki, sem þurfa að keppa við styrkt fyrirtæki, og landsbyggðina í heild sinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Herdís Á. Sæmundardóttir, varaþingmaður og formaður stjórnar Byggðastofnunnar, hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að veita einum milljarði króna til Byggðastofnunar. Ef tillagan nær fram að ganga getur eiginfé stofnunarinnar batnað um allt að rúman þriðjung en eigiðfé stofnunarinnar er í dag um 1,6 milljarðar króna. Útlánaheimildir stofnunarinnar nema nú 2,7 milljarða króna en óljóst er hvort þær verða nýttar að fullu á þessu ári. Verulegar uppgreiðslur hafa verið hjá Byggðastofnun en ekki er vitað nákvæmlega hversu miklar þær eru. "Tekjur okkar hafa dregist saman. Þessi breyting á fjármagnsmarkaði hefur komið okkur í klípu því að traustari lántakendur hafa greitt upp lán sín og eftir sitja lántakendur sem hafa ekki jafn traustan fjárhag. Bankarnir vilja þessi fyrirtæki ekki í viðskipti," segir Herdís Á. Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar. Byggðastofnun ber samkvæmt lögum að varðveita eiginfé sitt að raungildi. Ef Byggðastofnun fær milljarðinn styrkir það eiginfjárstöðu stofnunarinnar auk þess stofnunin fái bolmagn til að fylgja eftir átaksverkefnum, taka þátt í nýjum verkefnum og efla nýsköpun og atvinnuþróun á landsbyggðinni. "Við höfum líka verið að glíma við útlánatöp í ýmsum greinum á undanförnum árum," segir hún. Spurð um það hvort Byggðastofnun sé orðin tímaskekkja kveðst Herdís telja tímabært að skoða stoðkerfi atvinnulífsins. Pétur Blöndal alþingismaður segist margoft hafa lagt til að Byggðastofnun verði lögð niður. Hann kveðst alfarið á móti þingsályktunartillögu Herdísar. Hann telur að styrk- og lánveitingar Byggðastofnunar virki eins og eiturlyf í byggðarlögum landsins því að það frestar því að tekið sé á vandanum og gefi mynd af góðri stöðu sem ekki er til staðar. Atvinnugreinar verði enn háðari ríkisstyrkjum og þetta geti verið mjög skaðlegt fyrir vel rekin fyrirtæki, sem þurfa að keppa við styrkt fyrirtæki, og landsbyggðina í heild sinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira