Logandi átök um Landsvirkjun 22. febrúar 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mátti sæta harðri gagnrýni í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um sameiningu Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rarik og að breyta sameinuðu orkufyrirtæki í hlutafélag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði slíkt rekstrarfyrirkomulag einkavædda einokunarstarfsemi. "Ekki bara hefði það fyrirtæki yfirburðastöðu á raforkumarkaði heldur ætti það líka grunnnetið sjálft, háspennulínurnar sem öll önnur fyrirtæki á markaðnum verða að keppa við." Valgerður svaraði gagnrýni Helga með því að benda á að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækja væri ekki heppileg til að ná fram því markmiði raforkulaganna að stuðla að samkeppni í vinnslu og sölu raforku vegna hagsmunaárekstra eigenda Landsvirkjunar sem eiga allir í öðrum raforkufyrirtækjum. Fram kom hjá Valgerði að stefnt verði að því að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag í fyrsta lagi 2008. Í máli Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, kom fram að flokkurinn eigi eftir að fara í gegnum þá umræðu að breyta Landsvirkjun í hlutafélag og jafnvel selja, en slíkt hljóti að vera gert á flokksþinginu sem nú er fram undan. Þá gagnrýnir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, Valgerði fyrir stefnuyfirlýsinguna um að setja Landsvirkjun á markað, þar sem slíkt hafi ekki verið gert í samráði við þingflokkinn. Hann hefur áhyggjur af því að missa völd á orkubúskapnum til erlendra aðila. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að sameining fyrirtækjanna hefði ekki verið rædd til neinnar hlítar í þingflokknum og er andvígur þeirri ákvörðun, þar sem yfirburðir fyrirtækisins á markaði verður of mikil. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að enginn þáttur málsins hafi komið honum á óvart, þar sem málið hafi í tvígang verið rætt innan þingflokksins. Þá hefur risið upp ágreiningur innan Reykjavíkurlistans, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi haft umboð R-listans til að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu hlutar Reykjavíkurborgar og áskilja Vinstri grænir sér nú rétt til að leggjast gegn sölu á hlut borgarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra mátti sæta harðri gagnrýni í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær um sameiningu Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Rarik og að breyta sameinuðu orkufyrirtæki í hlutafélag. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði slíkt rekstrarfyrirkomulag einkavædda einokunarstarfsemi. "Ekki bara hefði það fyrirtæki yfirburðastöðu á raforkumarkaði heldur ætti það líka grunnnetið sjálft, háspennulínurnar sem öll önnur fyrirtæki á markaðnum verða að keppa við." Valgerður svaraði gagnrýni Helga með því að benda á að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækja væri ekki heppileg til að ná fram því markmiði raforkulaganna að stuðla að samkeppni í vinnslu og sölu raforku vegna hagsmunaárekstra eigenda Landsvirkjunar sem eiga allir í öðrum raforkufyrirtækjum. Fram kom hjá Valgerði að stefnt verði að því að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag í fyrsta lagi 2008. Í máli Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins, kom fram að flokkurinn eigi eftir að fara í gegnum þá umræðu að breyta Landsvirkjun í hlutafélag og jafnvel selja, en slíkt hljóti að vera gert á flokksþinginu sem nú er fram undan. Þá gagnrýnir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, Valgerði fyrir stefnuyfirlýsinguna um að setja Landsvirkjun á markað, þar sem slíkt hafi ekki verið gert í samráði við þingflokkinn. Hann hefur áhyggjur af því að missa völd á orkubúskapnum til erlendra aðila. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að sameining fyrirtækjanna hefði ekki verið rædd til neinnar hlítar í þingflokknum og er andvígur þeirri ákvörðun, þar sem yfirburðir fyrirtækisins á markaði verður of mikil. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að enginn þáttur málsins hafi komið honum á óvart, þar sem málið hafi í tvígang verið rætt innan þingflokksins. Þá hefur risið upp ágreiningur innan Reykjavíkurlistans, hvort Steinunn Valdís Óskarsdóttir hafi haft umboð R-listans til að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu hlutar Reykjavíkurborgar og áskilja Vinstri grænir sér nú rétt til að leggjast gegn sölu á hlut borgarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira