Magnús Þór gagnrýndur eftir áfengismeðferð 8. mars 2005 00:01 "Þegar maður er kominn svona langt í pólitík þýðir ekki að vera að sulla í víni," segir Magnúr Þór Hafsteinsson um ástæður þess að hann fór í meðferð um jólin. "Ég reyndi fyrst að hætta af sjálfsdáðum en þegar ég sá að það gekk ekki leitaði ég til þeirra aðila sem sjá um meðferðir hér á landi. Ég fór inn á Vog og það gekk vel. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun." Erfiður fjandi Magnús segist hafa byrjað að drekka fimmtán ára gamall. "Nú er ég á fimmtugsaldrinum og taldi rétt að afgreiða þetta mál. Dagsformið, vinnuþrekið og allt annað var farið að líða vegna drykkjunnar. Maður verður bráðari til skapsins og hefur minni stjórna á sér. Það fylgir bara þessum fjanda," segir Magnús en margir muna eftir skrifum Magnúsar á internetið þegar hann sagðist vilja: "sprengja Halldór Blöndal til andskotans." Magnús hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið skrifað í ölæði. "Ég hef beðist afsökunar á þessum skrifum og get bara sagt að áfengið hafi verið eitt vandamál sem þurfti að leysa." Átök í flokknum En það er ekki að frumkvæði Magnúsar sem hann ræði um áfengisfíkn sína í fjölmiðlum. Það voru andstæðingar Magnúsar Þórs innan Frjálslynda flokksins sem ákváðu að upplýsa þjóðina um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jónssonar, sem íhugaði að boða sig fram til formanns flokksins: "Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til," segir Sigurður á síðunni en hann studdi Gunnar Örlygsson í kosningunum. Betri maður "Mér finnst þetta einfaldlega aumkunarvert hjá Sigurði," segir Magnús Þór. "Ég hef ekki farið leynt með þetta og allir mínir félagar í flokknum og fjölskylda vissu af þessu. Þetta var bara ákveðið vandamál sem ég þurfti að leysa og tugþúsundir Íslendinga hafa lent í því sama. Ef eitthvað er þá hefur þetta gert mig að betri stjórnmálamanni. Ég hef fengið innsýn í þennan alvarlega vanda sem áfengið er í okkar samfélagi." Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
"Þegar maður er kominn svona langt í pólitík þýðir ekki að vera að sulla í víni," segir Magnúr Þór Hafsteinsson um ástæður þess að hann fór í meðferð um jólin. "Ég reyndi fyrst að hætta af sjálfsdáðum en þegar ég sá að það gekk ekki leitaði ég til þeirra aðila sem sjá um meðferðir hér á landi. Ég fór inn á Vog og það gekk vel. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun." Erfiður fjandi Magnús segist hafa byrjað að drekka fimmtán ára gamall. "Nú er ég á fimmtugsaldrinum og taldi rétt að afgreiða þetta mál. Dagsformið, vinnuþrekið og allt annað var farið að líða vegna drykkjunnar. Maður verður bráðari til skapsins og hefur minni stjórna á sér. Það fylgir bara þessum fjanda," segir Magnús en margir muna eftir skrifum Magnúsar á internetið þegar hann sagðist vilja: "sprengja Halldór Blöndal til andskotans." Magnús hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið skrifað í ölæði. "Ég hef beðist afsökunar á þessum skrifum og get bara sagt að áfengið hafi verið eitt vandamál sem þurfti að leysa." Átök í flokknum En það er ekki að frumkvæði Magnúsar sem hann ræði um áfengisfíkn sína í fjölmiðlum. Það voru andstæðingar Magnúsar Þórs innan Frjálslynda flokksins sem ákváðu að upplýsa þjóðina um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jónssonar, sem íhugaði að boða sig fram til formanns flokksins: "Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til," segir Sigurður á síðunni en hann studdi Gunnar Örlygsson í kosningunum. Betri maður "Mér finnst þetta einfaldlega aumkunarvert hjá Sigurði," segir Magnús Þór. "Ég hef ekki farið leynt með þetta og allir mínir félagar í flokknum og fjölskylda vissu af þessu. Þetta var bara ákveðið vandamál sem ég þurfti að leysa og tugþúsundir Íslendinga hafa lent í því sama. Ef eitthvað er þá hefur þetta gert mig að betri stjórnmálamanni. Ég hef fengið innsýn í þennan alvarlega vanda sem áfengið er í okkar samfélagi."
Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira