Stjórnskipun á krossgötum 10. mars 2005 00:01 Ágreiningurinn um stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands, sem spannst af deilunum um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fyrrasumar, hefur skapað vinnunni sem nú er hafin að endurskoðun stjórnarskrárinnar þróttmikla og víða skírskotun. Það vekur vonir um að það takist að virkja almenning til að láta sig endurskoðunarstarfið varða. Þannig sé þessi atlaga að endurskoðun stjórnarskrárinnar vænleg til að skila meiri árangri en fyrri tilraunir til þess, en þær hafa verið nokkrar á lýðveldistímanum. Þetta kom fram í máli frummælenda á ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær. Eiríkur Tómasson lagaprófessor og formaður sérfræðinganefndar sem hefur það hlutverk að vera hinni pólitískt skipuðu stjórnarskrárnefnd til ráðgjafar um endurskoðunina, sagði í sínu erindi að ákvæði stjórnarskrárinnar um hlutverk og stöðu forseta Íslands væri meðal þess sem kæmi til álita að breyta. Þessi ákvæði væru þó aðeins einn margra þátta sem nærri lægi að taka til endurskoðunar. Atburðarásin síðasta sumar þykir hafa sýnt að þörf sé á að gera ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta skýrari, en á þetta ákvæði reyndi í fyrsta sinn er forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Að mati Eiríks er í þessu sambandi mikilvægast að niðurstaða endurskoðunarinnar njóti ótvíræðs stuðnings þjóðarinnar, hvort sem hún yrði sú að afnema þetta vald forsetans, að aðrar leiðir til að skjóta frumvarpi í dóm þjóðarinnar komi í þess stað, eða einhver önnur. Meðal annarra þátta sem brýnt þykir að breyta í stjórnarskránni er að innleiða í hana ákvæði sem opnaði fyrir möguleikann á framsali fullveldis til fjöl- og yfirþjóðlegra stofnanad, en engin slík ákvæði er að finna í henni nú. Aðrir frummælendur á ráðstefnunni voru Eivind Smith, prófessor í stjórnskipunarrétti við Óslóarháskóla og einn kunnasti sérfræðingur Noregs í þessum efnum, Kári á Rógvi, varaformaður nefndar sem vinnur að gerð draga að stjórnarskrá fyrir Færeyjar, Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Ágúst Þór Árnason, en hann skipulagði ráðstefnuna fyrir hönd Félagsvísinda- og lagadeildar HA. Vef stjórnarskrárnefndar má finna á slóðinni http://stjornarskra.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ágreiningurinn um stjórnskipulegt hlutverk forseta Íslands, sem spannst af deilunum um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar í fyrrasumar, hefur skapað vinnunni sem nú er hafin að endurskoðun stjórnarskrárinnar þróttmikla og víða skírskotun. Það vekur vonir um að það takist að virkja almenning til að láta sig endurskoðunarstarfið varða. Þannig sé þessi atlaga að endurskoðun stjórnarskrárinnar vænleg til að skila meiri árangri en fyrri tilraunir til þess, en þær hafa verið nokkrar á lýðveldistímanum. Þetta kom fram í máli frummælenda á ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem haldin var í Háskólanum á Akureyri í gær. Eiríkur Tómasson lagaprófessor og formaður sérfræðinganefndar sem hefur það hlutverk að vera hinni pólitískt skipuðu stjórnarskrárnefnd til ráðgjafar um endurskoðunina, sagði í sínu erindi að ákvæði stjórnarskrárinnar um hlutverk og stöðu forseta Íslands væri meðal þess sem kæmi til álita að breyta. Þessi ákvæði væru þó aðeins einn margra þátta sem nærri lægi að taka til endurskoðunar. Atburðarásin síðasta sumar þykir hafa sýnt að þörf sé á að gera ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta skýrari, en á þetta ákvæði reyndi í fyrsta sinn er forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. Að mati Eiríks er í þessu sambandi mikilvægast að niðurstaða endurskoðunarinnar njóti ótvíræðs stuðnings þjóðarinnar, hvort sem hún yrði sú að afnema þetta vald forsetans, að aðrar leiðir til að skjóta frumvarpi í dóm þjóðarinnar komi í þess stað, eða einhver önnur. Meðal annarra þátta sem brýnt þykir að breyta í stjórnarskránni er að innleiða í hana ákvæði sem opnaði fyrir möguleikann á framsali fullveldis til fjöl- og yfirþjóðlegra stofnanad, en engin slík ákvæði er að finna í henni nú. Aðrir frummælendur á ráðstefnunni voru Eivind Smith, prófessor í stjórnskipunarrétti við Óslóarháskóla og einn kunnasti sérfræðingur Noregs í þessum efnum, Kári á Rógvi, varaformaður nefndar sem vinnur að gerð draga að stjórnarskrá fyrir Færeyjar, Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Ágúst Þór Árnason, en hann skipulagði ráðstefnuna fyrir hönd Félagsvísinda- og lagadeildar HA. Vef stjórnarskrárnefndar má finna á slóðinni http://stjornarskra.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira