Tilboðsfrestur lengdur til 17. maí 19. apríl 2005 00:01 MYND/Páll Bergmann Einkavæðingarnefnd ákvað í gær að framlengja frest til að skila inn tilboðum í Símann til 17. maí. Á fimmta tug aðila hafa sótt tilboðsgögn. Upphaflegur frestur til að skila inn óbindandi tilboðum í Símann var 6. maí. Einkavæðingarnefnd ákvað á fundi sínum í gær að framlengja þann frest um ellefu daga, til 17. maí. Ástæðan er sögð dráttur á afhendingu útboðsgagna en allir sem fá útboðsgögn í hendur þurfa fyrst að ganga frá svokölluðum trúnaðarsamningi og það tók lengri tíma en áætlað hafði verið. Forsvarsmenn Almennings ehf. höfðu áður óskað eftir því að fresturinn yrði lengdur um einn til tvo mánuði þar sem félagið þyrfti lengri tíma til undirbúnings. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hafði þetta um málið að segja eftir að hafa rætt við hópinn á föstudaginn: „Mér skilst nú að þau muni komast að því að tíminn sé rýmri en menn gætu álitið. Einkavæðingarnefnd hefur verið að ganga frá þessum málum og mun síðan fjalla frekar um það eftir helgi.“ Það var sem sagt ljóst fyrir helgi að fresturinn yrði lengdur en Almenningur ehf. telur ellefu daga hins vegar ekki vera nóg. Fulltrúar félagsins munu freista þess að hitta fulltrúa ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley á fundi til að ræða stöðuna og fá frekari upplýsingar. En eru þau búin að fá útboðsgögnin í hendur? Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings, segir þau ekki hafa fengið gögnin en hann geri ráð fyrir að þau fái þau innann skamms tíma. Aðspurður hvort hópurinn nái að klára tilboð sitt fyrir 17. maí segir Orri að það sé nokkuð öruggt en hópurin hefði kosið að hafa miklu lengri tíma. Allir þeir sérfræðingar sem hópurinn hafi rætt við hafi hvatt hann til að reyna að fá meiri tíma vegna þess að þeir þurfi sjálfir meiri tíma til að átta sig á málinu. Orri bendir á að hópurinn hafi ekki unnið að þessu í marga mánuði eins sumir aðrir og telja megi vinnu hópsins í klukkustundum fremur en mánuðum. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Einkavæðingarnefnd ákvað í gær að framlengja frest til að skila inn tilboðum í Símann til 17. maí. Á fimmta tug aðila hafa sótt tilboðsgögn. Upphaflegur frestur til að skila inn óbindandi tilboðum í Símann var 6. maí. Einkavæðingarnefnd ákvað á fundi sínum í gær að framlengja þann frest um ellefu daga, til 17. maí. Ástæðan er sögð dráttur á afhendingu útboðsgagna en allir sem fá útboðsgögn í hendur þurfa fyrst að ganga frá svokölluðum trúnaðarsamningi og það tók lengri tíma en áætlað hafði verið. Forsvarsmenn Almennings ehf. höfðu áður óskað eftir því að fresturinn yrði lengdur um einn til tvo mánuði þar sem félagið þyrfti lengri tíma til undirbúnings. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra hafði þetta um málið að segja eftir að hafa rætt við hópinn á föstudaginn: „Mér skilst nú að þau muni komast að því að tíminn sé rýmri en menn gætu álitið. Einkavæðingarnefnd hefur verið að ganga frá þessum málum og mun síðan fjalla frekar um það eftir helgi.“ Það var sem sagt ljóst fyrir helgi að fresturinn yrði lengdur en Almenningur ehf. telur ellefu daga hins vegar ekki vera nóg. Fulltrúar félagsins munu freista þess að hitta fulltrúa ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley á fundi til að ræða stöðuna og fá frekari upplýsingar. En eru þau búin að fá útboðsgögnin í hendur? Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings, segir þau ekki hafa fengið gögnin en hann geri ráð fyrir að þau fái þau innann skamms tíma. Aðspurður hvort hópurinn nái að klára tilboð sitt fyrir 17. maí segir Orri að það sé nokkuð öruggt en hópurin hefði kosið að hafa miklu lengri tíma. Allir þeir sérfræðingar sem hópurinn hafi rætt við hafi hvatt hann til að reyna að fá meiri tíma vegna þess að þeir þurfi sjálfir meiri tíma til að átta sig á málinu. Orri bendir á að hópurinn hafi ekki unnið að þessu í marga mánuði eins sumir aðrir og telja megi vinnu hópsins í klukkustundum fremur en mánuðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira