Veltir fyrir sér framboðskostnaði 29. apríl 2005 00:01 Áleitnar spurningar hafa komið upp í huga Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra varðandi kostnað við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Davíð upplýsti um þetta á Alþingi í morgun þegar hann flutti munnlega skýrslu um utanríkismál. Þar sagðist hann telja að það væri á brattan að sækja fyrir Ísland. Í ráðuneytinu hefði verið gerð kostnaðaráætlun upp á rúmar 600 milljónir vegna kosningabaráttunnar en gera mætti ráð fyrir að sú tala myndi hækka með aukinni hörku. Lesa má úr þessum orðum ráðherrans að auknar líkur eru á að framboðið verði dregið til baka. Þá sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra frá því í morgun að undirbúningi málsóknar á hendur Norðmönnum vegna Svalbarðamálsins fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag miðaði vel. Ríkisstjórnin hóf undirbúning málsóknar á síðasta ári eftir að norsk stjórnvöld komu í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmörkuðu í kjölfarið síldveiðar á Svalbarðasvæðinu. Er litið svo á það hafi verið kornið sem fyllti mælinn en Norðmenn hafa ítrekað brotið samninginn á undanförnum árum. Segir Davíð framkomu Norðmanna óásættanlega og að svo virðist sem málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu. Utanríkisráðherra kom að vanda víða við í skýrslu sinni og kom þar margt athyglisvert fram. Meðal annars fjallaði hann um viðskiptasamninga Íslendinga við aðrar þjóðir, en 1. apríl síðastliðinn var öld liðin frá því að Íslendingar fengu fullt verslunarfrelsi. Fram undan er gerð fríverslunarsamnings við Færeyjar sem mun ná til búvara og er markmiðið að hann nái til Grænlands bráðum. Þá greindi Davíð frá 65 milljóna króna framlagi ríkisstjórnarinnar til uppbyggingarstarfs í Darfur- héraði í Súdan. Sagði hann vestræn ríki hafa ríkum skyldum að gegna gagnvart Afríkubúum þar sem mikilvægt væri að koma upp lýðræðislegu stjórnarfari í ljósi þeirrar staðreyndar að fátækt yxi í harðræði. Sendiráð Íslands í Mósambík flyst til Suður-Afríku um áramótin. Önnur verkefni sem fram undan eru í utanríkisþjónustunni verða til að mynda í Afganistan þar sem stefnt að lýðræðislegum þingkosningum á komandi hausti. Þetta segir utanríkisráðherra haldast í hendur við vaxandi umsvif friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins með sérstökum endurreisnarsveitum víða um landið. Davíð sagði enn fremur að eftir að síðustu starfsmenn friðargæslunnar færu frá Kabúl eftir rúman mánuð myndi Ísland hefja þátttöku í endurreisnarsveitum í norðurhluta Afganistans með Norðmönnum og Finnum og í vesturhluta landsins með Litháum, Lettum og Dönum. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að framlag Íslands á hvorum stað yrðu tveir sérútbúnir jeppar og átta til níu manna lið. Með þessum hætti yrði Ísland þátttakandi í skipulagi og framkvæmd endurreisnarsamstarfsins í Afganistan. Utanríkisráðherra sagði að í þessu fælist m.a. að friðargæsluliðar færu um og könnuðu aðstæður í þorpum og sveitum og gerðu tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana. Hann sagði enn fremur að á þeim stöðum þar sem íslenska friðargæslan myndi starfa væru samgöngur mjög erfiðar og að reynsla Íslendinga kæmi þar að gagni. Þá sagði Davíð að unnið væri að því að semja frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna og búa til siðareglur fyrir liðsmenn hennar og að frumvarpið yrði lagt fram í haust. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Áleitnar spurningar hafa komið upp í huga Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra varðandi kostnað við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Davíð upplýsti um þetta á Alþingi í morgun þegar hann flutti munnlega skýrslu um utanríkismál. Þar sagðist hann telja að það væri á brattan að sækja fyrir Ísland. Í ráðuneytinu hefði verið gerð kostnaðaráætlun upp á rúmar 600 milljónir vegna kosningabaráttunnar en gera mætti ráð fyrir að sú tala myndi hækka með aukinni hörku. Lesa má úr þessum orðum ráðherrans að auknar líkur eru á að framboðið verði dregið til baka. Þá sagði Davíð Oddsson utanríkisráðherra frá því í morgun að undirbúningi málsóknar á hendur Norðmönnum vegna Svalbarðamálsins fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag miðaði vel. Ríkisstjórnin hóf undirbúning málsóknar á síðasta ári eftir að norsk stjórnvöld komu í veg fyrir framlengingu síldarsamningsins og takmörkuðu í kjölfarið síldveiðar á Svalbarðasvæðinu. Er litið svo á það hafi verið kornið sem fyllti mælinn en Norðmenn hafa ítrekað brotið samninginn á undanförnum árum. Segir Davíð framkomu Norðmanna óásættanlega og að svo virðist sem málsókn sé eina leiðin til að tryggja réttmæta hagsmuni Íslands á svæðinu. Utanríkisráðherra kom að vanda víða við í skýrslu sinni og kom þar margt athyglisvert fram. Meðal annars fjallaði hann um viðskiptasamninga Íslendinga við aðrar þjóðir, en 1. apríl síðastliðinn var öld liðin frá því að Íslendingar fengu fullt verslunarfrelsi. Fram undan er gerð fríverslunarsamnings við Færeyjar sem mun ná til búvara og er markmiðið að hann nái til Grænlands bráðum. Þá greindi Davíð frá 65 milljóna króna framlagi ríkisstjórnarinnar til uppbyggingarstarfs í Darfur- héraði í Súdan. Sagði hann vestræn ríki hafa ríkum skyldum að gegna gagnvart Afríkubúum þar sem mikilvægt væri að koma upp lýðræðislegu stjórnarfari í ljósi þeirrar staðreyndar að fátækt yxi í harðræði. Sendiráð Íslands í Mósambík flyst til Suður-Afríku um áramótin. Önnur verkefni sem fram undan eru í utanríkisþjónustunni verða til að mynda í Afganistan þar sem stefnt að lýðræðislegum þingkosningum á komandi hausti. Þetta segir utanríkisráðherra haldast í hendur við vaxandi umsvif friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins með sérstökum endurreisnarsveitum víða um landið. Davíð sagði enn fremur að eftir að síðustu starfsmenn friðargæslunnar færu frá Kabúl eftir rúman mánuð myndi Ísland hefja þátttöku í endurreisnarsveitum í norðurhluta Afganistans með Norðmönnum og Finnum og í vesturhluta landsins með Litháum, Lettum og Dönum. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að framlag Íslands á hvorum stað yrðu tveir sérútbúnir jeppar og átta til níu manna lið. Með þessum hætti yrði Ísland þátttakandi í skipulagi og framkvæmd endurreisnarsamstarfsins í Afganistan. Utanríkisráðherra sagði að í þessu fælist m.a. að friðargæsluliðar færu um og könnuðu aðstæður í þorpum og sveitum og gerðu tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana. Hann sagði enn fremur að á þeim stöðum þar sem íslenska friðargæslan myndi starfa væru samgöngur mjög erfiðar og að reynsla Íslendinga kæmi þar að gagni. Þá sagði Davíð að unnið væri að því að semja frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna og búa til siðareglur fyrir liðsmenn hennar og að frumvarpið yrði lagt fram í haust.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira