Orkustofnun í dekri hjá ríkinu 2. maí 2005 00:01 Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til vatnalaga vera gallagrip og telur það bera vott um að Orkustofnun sé í dekri hjá ríkisstjórninni. "Ég hef sjaldan lesið harkalegri umsögn frá opinberri stofnun um stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar en umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp Valgerðar til vatnalaga," segir Sigurjón. "Ég tel það mjög alvarlegt að ríkisstjórnin hefur að engu gagnrýni Umhverfisstofnunar og ætlar að keyra þetta í gegn án þess að svara henni með einhverjum rökum. Þó liggur ekkert á með þessi lög. Er nema von að umhverfissamtök haldi því fram að umhverfisráðuneytið dansi í takt við fyrirmæli úr iðnaðarráðuneytinu," bætir hann við. Umhverfisstofnunin telur frumvarpið stangast á við alþjóðlegar viðmiðanir og skuldbindingar Íslands og leiði til réttaróvissu almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heyrast innan Umhverfistofnunar óánægjuraddir vegna þess hve málaflokkar Orkustofnunar vegi þungt miðað við málefni Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, vildi þó ekki meina að þessi vinnubrögð stjórnvalda vægju að hlutverki stofnunarinnar en hafði þó ýmislegt út á þau að setja. "Mér þykir það miður ef Alþingi ætlar að vinna þetta með þessum hætti. En það hefur jú fullan rétt til þess að taka ekki tillit til ábendinga okkar. Ég veit að Orkustofnun hefur svarað umsögn okkar til iðnaðarnefndar en okkur hafa ekki borist þau svör formlega og því getum við ekki veitt nein andsvör, en það hefði mér þótt eðlilegast." Spurður hvort hann teldi að Orkustofnun væri í dekri hjá ríkisstjórninni á kostnað Umhverfisstofnunar sagðist hann ekki telja að svo væri. Hinsvegar taldi hann löngu tímabært að umhverfismál öðluðust meira vægi í þjóðfélaginu. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til vatnalaga vera gallagrip og telur það bera vott um að Orkustofnun sé í dekri hjá ríkisstjórninni. "Ég hef sjaldan lesið harkalegri umsögn frá opinberri stofnun um stjórnarfrumvarp ríkisstjórnar en umsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp Valgerðar til vatnalaga," segir Sigurjón. "Ég tel það mjög alvarlegt að ríkisstjórnin hefur að engu gagnrýni Umhverfisstofnunar og ætlar að keyra þetta í gegn án þess að svara henni með einhverjum rökum. Þó liggur ekkert á með þessi lög. Er nema von að umhverfissamtök haldi því fram að umhverfisráðuneytið dansi í takt við fyrirmæli úr iðnaðarráðuneytinu," bætir hann við. Umhverfisstofnunin telur frumvarpið stangast á við alþjóðlegar viðmiðanir og skuldbindingar Íslands og leiði til réttaróvissu almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heyrast innan Umhverfistofnunar óánægjuraddir vegna þess hve málaflokkar Orkustofnunar vegi þungt miðað við málefni Umhverfisstofnunar. Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, vildi þó ekki meina að þessi vinnubrögð stjórnvalda vægju að hlutverki stofnunarinnar en hafði þó ýmislegt út á þau að setja. "Mér þykir það miður ef Alþingi ætlar að vinna þetta með þessum hætti. En það hefur jú fullan rétt til þess að taka ekki tillit til ábendinga okkar. Ég veit að Orkustofnun hefur svarað umsögn okkar til iðnaðarnefndar en okkur hafa ekki borist þau svör formlega og því getum við ekki veitt nein andsvör, en það hefði mér þótt eðlilegast." Spurður hvort hann teldi að Orkustofnun væri í dekri hjá ríkisstjórninni á kostnað Umhverfisstofnunar sagðist hann ekki telja að svo væri. Hinsvegar taldi hann löngu tímabært að umhverfismál öðluðust meira vægi í þjóðfélaginu. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira