Mikill jarðgangaáhugi á þingi 4. maí 2005 00:01 Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta. Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni. Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi. Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra byrjaði reyndar á því að vekja athygli á þessum mikla jarðgangaáhuga. Hann sagði í dag svaraði hann sex fyrirspurnum, en fjórar þeirra snerust um jarðgöng. Birkir Jón Jónsson, Framsóknarflokki, spurði hvort ráðherra hefði kannað kosti þess að nýta risabora eins og eru nú við Kárahnjúka við gerð lengri vegganga á Íslandi. Ráðherrann svaraði því til að verktökum yrði frjálst að nota þá tækni sem þeir vildu til að gera sem ódýrust göng. Þegar kæmi að útboði næstu jarðganga gæfist verktökum færi á að nýta og bjóða fram þá tækni sem þeir teldu henta. Þingmenn nefndu jarðgangafernu á Miðausturlandi, milli Norðfjarðar, Eskifjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs og einnig Vaðlaheiðargöng. Næsta fyrirspurn var frá Kristni H. Gunnarssyni, sem spurði hvernig miðaði undirbúningi að jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Ráðherra lýsti því yfir að þau væru næst í röðinni. Þingmenn nefndu að samhliða yrði að ákveða göng undir Dynjandisheiði. Kristinn H. spurði einnig um jarðgöng til Bolungarvíkur. Ráðherra líst vel á þau. Hann sagði að ef litið yrði til framtíðar væri ekki ólíklegt að jarðgöng myndu leysa Óshlíðarveg af hólmi. Þingmenn nefndu líka Súðavíkurgöng. Þá spurði Kristinn H. hvort leiðinni um Strákagöng til Siglufjarðar yrði haldið opinni allt árið eftir að Héðinsfjarðargöng væru komin og varð úr snörp rimma, aðallega milli stjórnarþingmanna. Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi þá hins vegar fyrir tvískinnung. Hann sagði að þetta væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem sem væri með í höndunum vegaáætlun sem væri skorin niður um tæpa sex milljarða króna á þriggja ára tímabili. Honum fyndist að það hlytu að vera einhver takmörk fyrir því hversu langar umræður og margar fyrirspurnir menn gætu lagt fram um óskalista sína þegar þeir bæru á því pólitíska ábyrgð að skera niður framlög til vegamála.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira