Samningur auki ekki líkur á álveri 15. maí 2005 00:01 Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík, auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. Reinhard segir að Norðurál sé það fyrirtæki sem Húsvíkingar hafi verið mest í viðræðum við og eigendur Norðuráls, Century Aluminum, hafi að mati þeirra talað þannig að þeir væru reiðubúnir að auka við sína starfsemi á Íslandi umfram þær stækkarnir sem fyrirhugaðar séu á Grundartanga. Aðspurður hvort samkomulagið á Suðurnesjum dragi ekki úr líkum á því að Norðurál reisi álver við Húsavík segir Reinhard að það fari eftir því hvað komi út úr undirbúningsvinnunni á Reykjanesi. Húsvíkingar hafi lagt á það áherslu að ná samstöðu um það verkefni sem unnið hafi verið að undanfarin ár og það skipti auðvitað mjög miklu máli að klára það. Það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á Suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær stjórnvöld myndu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi. Hún vonaðist til þess að samkomulag Suðurnesjamanna og Norðuráls þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Um þá fullyrðingu að það blasi ekki við að Norðlendingar nái samstöðu um einn stað fyrir álver segir Reinhard það sé ekkert víst, ekkert frekar en Íslendingar almennt nái saman um einn stað. Hann leggi þó áherslu á að í Þingeyjarsýslunum hafi menn allar forsendur til að reisa álver og hann vilji ekki trúa því fyrr en hann taki á því að íbúar annarra héraða, hvort sem þau eru nálægt Þingeyjarsýslu eða ekki, leggist gegn því að náttúruauðlindir í sýslunni verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu þegar allar forsendur séu til þess. Það væri mjög ankannaleg staða að standa frammi fyrir því. Aðspurður hvort honum finnist Eyfirðingar standa þannig að málum segir Reinhard að það verði að spyrja þá að því hvernig þeir ætli að afla orkunna fyrir stóriðjuver við vestanverðan Eyjafjörð. Það liggi ekki alveg á borðinu hvar sú orka sé í nágrenninu. Inntur eftir því hvort Þingeyingar ætli þá ekki að stuðla að því að sú orka komi úr Þingeyjarsýslum segir Reinhard að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Bæjarstjórinn á Húsavík, Reinhard Reynisson, segir að samningur Suðurnesjamanna við Norðurál um að kanna möguleika á álveri í Helguvík, auki ekki líkur á því að álver rísi á Norðurlandi. Bæjarstjórinn segir að Norðurál hafi einmitt verið það fyrirtæki sem lengst hafi verið komið í að kanna möguleika á álveri norðan lands. Reinhard segir að Norðurál sé það fyrirtæki sem Húsvíkingar hafi verið mest í viðræðum við og eigendur Norðuráls, Century Aluminum, hafi að mati þeirra talað þannig að þeir væru reiðubúnir að auka við sína starfsemi á Íslandi umfram þær stækkarnir sem fyrirhugaðar séu á Grundartanga. Aðspurður hvort samkomulagið á Suðurnesjum dragi ekki úr líkum á því að Norðurál reisi álver við Húsavík segir Reinhard að það fari eftir því hvað komi út úr undirbúningsvinnunni á Reykjanesi. Húsvíkingar hafi lagt á það áherslu að ná samstöðu um það verkefni sem unnið hafi verið að undanfarin ár og það skipti auðvitað mjög miklu máli að klára það. Það sé samkeppni á milli landshluta um þessa atvinnuuppbyggingu og út af fyrir sig auki það ekki líkurnar á því að af framkvæmdum verði við Húsavík ef menn séu farinir að huga fyrst og fremst að uppbyggingu á Suðvesturhorninu. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði í gær stjórnvöld myndu áfram vinna að því að álver rísi á Norðurlandi. Hún vonaðist til þess að samkomulag Suðurnesjamanna og Norðuráls þrýsti á Norðlendinga að sýna nauðsynlega samstöðu. Um þá fullyrðingu að það blasi ekki við að Norðlendingar nái samstöðu um einn stað fyrir álver segir Reinhard það sé ekkert víst, ekkert frekar en Íslendingar almennt nái saman um einn stað. Hann leggi þó áherslu á að í Þingeyjarsýslunum hafi menn allar forsendur til að reisa álver og hann vilji ekki trúa því fyrr en hann taki á því að íbúar annarra héraða, hvort sem þau eru nálægt Þingeyjarsýslu eða ekki, leggist gegn því að náttúruauðlindir í sýslunni verði nýttar til atvinnuuppbyggingar á svæðinu þegar allar forsendur séu til þess. Það væri mjög ankannaleg staða að standa frammi fyrir því. Aðspurður hvort honum finnist Eyfirðingar standa þannig að málum segir Reinhard að það verði að spyrja þá að því hvernig þeir ætli að afla orkunna fyrir stóriðjuver við vestanverðan Eyjafjörð. Það liggi ekki alveg á borðinu hvar sú orka sé í nágrenninu. Inntur eftir því hvort Þingeyingar ætli þá ekki að stuðla að því að sú orka komi úr Þingeyjarsýslum segir Reinhard að Þingeyingar leggist ekkert gegn því að orka þaðan sé notuð til atvinnuuppbygginar í öðrum héruðum svo fremi sem það sé ekki á kostnað atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Þingeyingar sjái ekki hvers vegna sýslurnar eigi að verða einhvers konar auðsuppspretta atvinnuuppbyggingar í öðrum héruðum ef það sé hægt að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar í héraðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira