Íslenskukrafan ekki til að stjórna 29. maí 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. Kannanir sýni að innflytjendum sé mikið kappsmál að fá tækifæri til að læra íslensku og telji það sjálfir bestu leiðina til að laga sig að íslensku þjóðfélagi. "Íslensk lög verða ekki talin ströng í þessu tilliti miðað við það sem víða gerist," segir Björn sem telur ekki sjálfgefið að fjármögnun íslenskunáms eigi að lenda á skattgreiðendum. Ingibjörg Hafstað, framkvæmdastjóri Fjölmenningar ehf., telur framsetningu Guðrúnar svolítið einfalda. Eina krafan sem sett sé fram í lögum sé sú að ljúka þurfi 150 íslenskutímum til að fá búsetuleyfi, engar kröfur séu settar fram um hversu mikið þurfi að kunna. Hins vegar hafi hún heyrt útlendinga halda því fram að þeir nái ekki framgöngu á vinnustað vegna ónægrar íslenskukunnáttu. Ingibjörg telur lögin um íslenskukunnáttu nokkuð einhliða, útlendingar eigi að ná sér í þessa íslenskutíma hvort sem þeir standi til boða eða ekki. Hún segir að vinnustaðir þurfi að bera meiri ábyrgð á því að gera fólki kleift að læra en yfirvöld þurfi þó að gefa tóninn og tryggja að öllum standi til boða íslenskunámskeið við hæfi. Ingibjörg er sammála Guðrúnu um að gerðar séu allt of miklar kröfur um málfræðilega kunnáttu, það snúi þó að almenningsáliti og komi lögum ekki við. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. Kannanir sýni að innflytjendum sé mikið kappsmál að fá tækifæri til að læra íslensku og telji það sjálfir bestu leiðina til að laga sig að íslensku þjóðfélagi. "Íslensk lög verða ekki talin ströng í þessu tilliti miðað við það sem víða gerist," segir Björn sem telur ekki sjálfgefið að fjármögnun íslenskunáms eigi að lenda á skattgreiðendum. Ingibjörg Hafstað, framkvæmdastjóri Fjölmenningar ehf., telur framsetningu Guðrúnar svolítið einfalda. Eina krafan sem sett sé fram í lögum sé sú að ljúka þurfi 150 íslenskutímum til að fá búsetuleyfi, engar kröfur séu settar fram um hversu mikið þurfi að kunna. Hins vegar hafi hún heyrt útlendinga halda því fram að þeir nái ekki framgöngu á vinnustað vegna ónægrar íslenskukunnáttu. Ingibjörg telur lögin um íslenskukunnáttu nokkuð einhliða, útlendingar eigi að ná sér í þessa íslenskutíma hvort sem þeir standi til boða eða ekki. Hún segir að vinnustaðir þurfi að bera meiri ábyrgð á því að gera fólki kleift að læra en yfirvöld þurfi þó að gefa tóninn og tryggja að öllum standi til boða íslenskunámskeið við hæfi. Ingibjörg er sammála Guðrúnu um að gerðar séu allt of miklar kröfur um málfræðilega kunnáttu, það snúi þó að almenningsáliti og komi lögum ekki við.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira