39 hrefnur verði veiddar í ár 7. júní 2005 00:01 Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyft verði að veiða 39 hrefnur til vísindarannsókna í ár. Sjávarútvegsráðherra segir að hrefnur verði veiddar þetta sumarið en hefur ekki tekið ákvörðum um hversu margar þær verða. Hafrannsóknarstofnunin kynnti í gær skýrslu um nytjastofna sjávar og aflahorfur. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stofnstærð hrefnu sé nú nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Samkvæmt því hafa veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld haft lítil áhrif á stofnstærðina. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, segir enn óljóst hversu mikið afrán er vegna hrefnunnar og því þurfi að halda áfram vísindaveiðum. Stofnunin leggur til að 39 hrefnur verði veiddar í ár og 100 á því næsta og þar með ljúki sýnatöku vísindaverkefnisins. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segist vona að ljóst verði innan tveggja vikna hver hrefnukvótinn verði. Komi til atvinnuveiða á hrefnu telur Hafrannsóknarstofnunin að veiðar á allt að 400 hrefnum á ári muni samræmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu stofnsins. Ekki hefur enn komið til vísindaveiða á stórhveli þótt Hafrannsóknarstofnunin hafi síðustu tvö ár talið óhætt að veiða allt að 150 langreyðar og 50 sandreyðar. Ljóst er að þær veiðar hefjast ekki í ár en sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að fljótlega komi að því að þær veiðar hefjist án þess þó að vilja nefna hvenær það gæti orðið. Hann segir nauðsynlegt að fara varlega í þær sakir og að meira hafi legið á að fara út í vísindaveiðar á hrefnu þar sem meira sé vitað um stórhveli frá fyrri tímum. Þá segir hann að huga þurfi að kostnaði vegna slíkra veiða. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Hafrannsóknastofnunin leggur til að leyft verði að veiða 39 hrefnur til vísindarannsókna í ár. Sjávarútvegsráðherra segir að hrefnur verði veiddar þetta sumarið en hefur ekki tekið ákvörðum um hversu margar þær verða. Hafrannsóknarstofnunin kynnti í gær skýrslu um nytjastofna sjávar og aflahorfur. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að stofnstærð hrefnu sé nú nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Samkvæmt því hafa veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld haft lítil áhrif á stofnstærðina. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, segir enn óljóst hversu mikið afrán er vegna hrefnunnar og því þurfi að halda áfram vísindaveiðum. Stofnunin leggur til að 39 hrefnur verði veiddar í ár og 100 á því næsta og þar með ljúki sýnatöku vísindaverkefnisins. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segist vona að ljóst verði innan tveggja vikna hver hrefnukvótinn verði. Komi til atvinnuveiða á hrefnu telur Hafrannsóknarstofnunin að veiðar á allt að 400 hrefnum á ári muni samræmast markmiðum um sjálfbæra nýtingu stofnsins. Ekki hefur enn komið til vísindaveiða á stórhveli þótt Hafrannsóknarstofnunin hafi síðustu tvö ár talið óhætt að veiða allt að 150 langreyðar og 50 sandreyðar. Ljóst er að þær veiðar hefjast ekki í ár en sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að fljótlega komi að því að þær veiðar hefjist án þess þó að vilja nefna hvenær það gæti orðið. Hann segir nauðsynlegt að fara varlega í þær sakir og að meira hafi legið á að fara út í vísindaveiðar á hrefnu þar sem meira sé vitað um stórhveli frá fyrri tímum. Þá segir hann að huga þurfi að kostnaði vegna slíkra veiða.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira