Stefnan að hafa álverið á Húsavík 8. júní 2005 00:01 Iðnaðarráðuneytið hefur sett stefnuna á Húsavík við undirbúning álvers á Norðurlandi og miðast vinna við val virkjanakosta nú við þá staðsetningu. Gert er ráð fyrir að jarðgufuvirkjanir í innan við fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Húsavík geti annað raforkuþörf meðalstórs álvers. Straumhvörf urðu í umræðunni um staðarval álvers á Norðurlandi þegar bæjarstjórinn á Akureyri lýsti því yfir í síðasta mánuði að Húsavík ætti að verða fyrsti kostur. Í framhaldi af því sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra eðlilegt að horft væri fyrst til Húsavíkur vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyti, staðfesti í dag að undirbúningsvinna á vegum ráðuneytisins vegna virkjanakosta og annarra þátta miðist nú við álver við Húsavík. Athyglisvert er að Krafla er sú virkjun sem ætlunin er að standi straum af stærstum hluta þeirrar orku sem þarf til að reka álver við Húsavík því hugmyndin er að stækka hana verulega. Þannig er áformað að stækka núverand Kröfluvirkjun um 100 megavött og ná öðrum 80 megavöttum til viðbótar með „Kröflu tvö“ á svokölluðu vestursvæði. Þetta þýddi fjórföldun Kröfluvirkjunar en hún er í dag 60 megavött og færi upp í 240 megavött. Þá er áformað að virkja 80 megavött í Bjarnarflagi og önnur 80 megavött við Þeistareyki. Þessar jarðgufuvirkjanir duga fyrir allt að 150 þúsund tonna álver en til samanburðar má geta þess að álver Norðuráls á Grundartanga er nú 90 þúsund tonn. Líklegt þykir að stefnt verði að enn stærra álveri við Húsavík en þá er horft til vatnsaflsvirkjunar við Hrafnabjörg í Skjálfandafljóti, skammt frá Aldeyjarfossi. Með þeirri virkjun er áætlað að raforkuframleiðsla dugi fyrir allt að 240 þúsund tonna álver. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Iðnaðarráðuneytið hefur sett stefnuna á Húsavík við undirbúning álvers á Norðurlandi og miðast vinna við val virkjanakosta nú við þá staðsetningu. Gert er ráð fyrir að jarðgufuvirkjanir í innan við fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Húsavík geti annað raforkuþörf meðalstórs álvers. Straumhvörf urðu í umræðunni um staðarval álvers á Norðurlandi þegar bæjarstjórinn á Akureyri lýsti því yfir í síðasta mánuði að Húsavík ætti að verða fyrsti kostur. Í framhaldi af því sagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra eðlilegt að horft væri fyrst til Húsavíkur vegna mikillar orku sem finnst í Þingeyjarsýslu. Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneyti, staðfesti í dag að undirbúningsvinna á vegum ráðuneytisins vegna virkjanakosta og annarra þátta miðist nú við álver við Húsavík. Athyglisvert er að Krafla er sú virkjun sem ætlunin er að standi straum af stærstum hluta þeirrar orku sem þarf til að reka álver við Húsavík því hugmyndin er að stækka hana verulega. Þannig er áformað að stækka núverand Kröfluvirkjun um 100 megavött og ná öðrum 80 megavöttum til viðbótar með „Kröflu tvö“ á svokölluðu vestursvæði. Þetta þýddi fjórföldun Kröfluvirkjunar en hún er í dag 60 megavött og færi upp í 240 megavött. Þá er áformað að virkja 80 megavött í Bjarnarflagi og önnur 80 megavött við Þeistareyki. Þessar jarðgufuvirkjanir duga fyrir allt að 150 þúsund tonna álver en til samanburðar má geta þess að álver Norðuráls á Grundartanga er nú 90 þúsund tonn. Líklegt þykir að stefnt verði að enn stærra álveri við Húsavík en þá er horft til vatnsaflsvirkjunar við Hrafnabjörg í Skjálfandafljóti, skammt frá Aldeyjarfossi. Með þeirri virkjun er áætlað að raforkuframleiðsla dugi fyrir allt að 240 þúsund tonna álver.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira