Innlent

Sviku fé út úr íslenskum banka?

Erlendur ríkisborgari með bandarískt vegabréf og bresk kona voru handtekin í Danmörku á laugardag grunuð um að hafa svikið fé út úr íslenskum banka. Þau voru með eina og hálfa milljón á sér þegar þau komu til Danmerkur með Norrænu. Fólkið var á dýrri jeppabifreið frá íslenskri bílaleigu. Við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að viku áður höfðu þau einnig farið með Norrænu til Danmerkur á dýrum jeppa frá bílaleigu. Starfsfólk bílaleigunnar var grunlaust þar sem lánstími bílanna var ekki útrunninn. Annar bílanna var tekinn í vörslu lögreglunnar en hinn er ófundinn. Vegabréf mannsins reyndist vera stolið. Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald í Danmörku en Hæstiréttur þar hefur úrskurðað að heimilt sé að flytja það til Íslands vegna málsins og er það væntanlegt hingað næstu daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×