Bræður heiðraðir á 100 ára starfsafmæli: „Einfalt, þægilegt og engin keppni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2024 20:30 Bræðurnir Jón Gils og Steindór Óli Ólasynir hafa starfað hjá sama fyrirtæki síðan 1974. Vísir/Ívar Bræðurnir sem saman fagna hundrað ára starfsafmæli hjá sama fyrirtæki segja samstarfið hafa verið einfalt, þægilegt og laust við keppni í þá hálfu öld sem þeir hafa verið samstarfsfélagar. Það hafi sjaldan eða aldrei hvarflað að þeim að skipta um vinnu. Bræðrunum Steindóri Óla og Jóni Gils Ólasonum var vel fagnað á vinnusvæði Ístaks í Svartsengi í dag. Þeir hafa báðir starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og voru heiðraðir af því tilefni í dag. „Það hefur verið lítið mál. Bara mjög einfalt, þægilegt og engin keppni,“ segir Jón Gils, spurður hvernig hafi gengið að vinna saman í öll þessi ár. Slógu í gegn í Hvalfjarðargöngum Þótt bræðurnir séu ef til vill ekki mikið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla prýddu þeir forsíðu DV þann 3. október 1997. Um nóttina höfðu þeir bræður mæst miðja vegu í Hvalfjarðargöngunum þegar þau voru opnuð í gegn, fimm mánuðum á undan áætlun. „Þetta er nóttin áður en formlegt gegnumskot átti sér stað. Þá kom þarna einhver blaðasnápur og tók af okkur mynd sem ekki átti að fara í loftið,“ rifjar Steindór Óli upp, en þeim var afhent innrammað eintak af myndinni í tilefni áfanga hundrað ára starfsafmælisins í dag. Forsíðumyndin sem Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók var síðan valin fréttamynd ársins 1997. Bræðurnir hafa sinnt óteljandi verkefnum í gegnum tíðina, en um þessar mundir verkstýrir Steindór til að mynda gerð varnargarða við Grindavík. Spurðir hvað hafi staðið upp úr á löngum ferli segja þeir erfitt að velja eitthvað eitt. Það var faðir þeirra sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu sem skaffaði þeim vinnu á sínum tíma árið 1974, og þá var ekki aftur snúið. Feðgarnir eru heldur ekki þeir einu í fjölskyldunni sem hafa starfað hjá Ístak, en bæði eiginkona og tveir synir Steindórs Óla starfa einnig hjá fyrirtækinu. Hvarflaði einhvern tímann að ykkur að prófa eitthvað annað? „Ég sótti einhvern tímann um hjá öðrum en þeir höfnuðu mér allir,“ svarar Steindór. Jón Gils segist sjálfur ekki hafa séð ástæðu til að leita annað. „Það voru einhver tilboð í gangi á einhverjum tímapunkti en maður hugsaði það mjög stutt. Og svo hélt maður bara áfram,“ segir Jón Gils. Tímamót Byggingariðnaður Grindavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Bræðrunum Steindóri Óla og Jóni Gils Ólasonum var vel fagnað á vinnusvæði Ístaks í Svartsengi í dag. Þeir hafa báðir starfað hjá fyrirtækinu í fimmtíu ár og voru heiðraðir af því tilefni í dag. „Það hefur verið lítið mál. Bara mjög einfalt, þægilegt og engin keppni,“ segir Jón Gils, spurður hvernig hafi gengið að vinna saman í öll þessi ár. Slógu í gegn í Hvalfjarðargöngum Þótt bræðurnir séu ef til vill ekki mikið gefnir fyrir kastljós fjölmiðla prýddu þeir forsíðu DV þann 3. október 1997. Um nóttina höfðu þeir bræður mæst miðja vegu í Hvalfjarðargöngunum þegar þau voru opnuð í gegn, fimm mánuðum á undan áætlun. „Þetta er nóttin áður en formlegt gegnumskot átti sér stað. Þá kom þarna einhver blaðasnápur og tók af okkur mynd sem ekki átti að fara í loftið,“ rifjar Steindór Óli upp, en þeim var afhent innrammað eintak af myndinni í tilefni áfanga hundrað ára starfsafmælisins í dag. Forsíðumyndin sem Þorvaldur Örn Kristmundsson ljósmyndari tók var síðan valin fréttamynd ársins 1997. Bræðurnir hafa sinnt óteljandi verkefnum í gegnum tíðina, en um þessar mundir verkstýrir Steindór til að mynda gerð varnargarða við Grindavík. Spurðir hvað hafi staðið upp úr á löngum ferli segja þeir erfitt að velja eitthvað eitt. Það var faðir þeirra sem einnig starfaði hjá fyrirtækinu sem skaffaði þeim vinnu á sínum tíma árið 1974, og þá var ekki aftur snúið. Feðgarnir eru heldur ekki þeir einu í fjölskyldunni sem hafa starfað hjá Ístak, en bæði eiginkona og tveir synir Steindórs Óla starfa einnig hjá fyrirtækinu. Hvarflaði einhvern tímann að ykkur að prófa eitthvað annað? „Ég sótti einhvern tímann um hjá öðrum en þeir höfnuðu mér allir,“ svarar Steindór. Jón Gils segist sjálfur ekki hafa séð ástæðu til að leita annað. „Það voru einhver tilboð í gangi á einhverjum tímapunkti en maður hugsaði það mjög stutt. Og svo hélt maður bara áfram,“ segir Jón Gils.
Tímamót Byggingariðnaður Grindavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira