Innlent

Grunur um aðild að barnaklámhring

Karlmaður hefur verið handtekinn í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík fyrir meinta aðild að alþjóðlegum barnaklámhring. Um 150 manns voru handteknir í þrettán löndum í morgun, grunaðir um aðild að málinu. Aðgerðin, sem var nefnd „Icebreaker“, var unnin undir stjórn Europol og er sú umsvifamesta sem framkvæmd hefur verið í þessum málaflokki. Hald var lagt á gífurlegt magn tölva og disklinga sem innihéldu barnaklám. Vefsíðan sem upphaf málsins er rakið til á upptök sín á Ítalíu en teygir anga sína til fjölmargra landa. Íslendingurinn sem var handtekinn er rúmlega þrítugur að aldri. Fjórar tölvur á hans vegum voru haldlagðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×