Utanríkisþjónustan vex enn 15. júní 2005 00:01 Utanríkisþjónustan vex og vex. Tveir uppgjafapólitíkusar bættust í dag í hóp sendiherra og virðist sem nægt rúm sé innan þjónustunnar til að finna fleiri samastað. Stöð 2 greindi frá því fyrir þremur vikum að til stæði að finna þeim Markúsi Erni Antonssyni og Guðmundi Árna Stefánssyni starfa hjá utanríkisþjónustunni. Þá kannaðist hvorugur við það, sögðust koma af fjöllum þannig að svo virðist sem fréttastofan hafi vitað meira um hagi mannanna en þeir sjálfir. Í dag var þetta hins vegar staðfest. Markús er á leið til Kanada í haust og Guðmundur tekur við af Svavari Gestssyni í Stokkhólmi. Um leið verður skipt um sendiherra víðar og ýmsar innanhússtilfæringar gerðar hjá utanríkisþjónustunni og -ráðuneytinu. Þá verða alls 28 sendiherrar á launaskrá, 33 séu hinir ýmsu skrifstofustjórar taldir með og eru þó sendiskrifstofurnar aðeins nítján. Þrír sendiherrar láta þó af störfum á næstunni. Frá því að Davíð Oddsson tók við embætti utanríkisráðherra hafa, auk Markúsar og Guðmundar, í það minnsta þrír sendiherrar bæst við, tveir innanhússmenn sem fengu stöðuhækkun og Albert Jónsson varð sendiherra þegar hann fluttist með Davíð úr stjórnarráðinu. Auk þess hefur bæst við nokkur fjöldi starfsfólks með óljósa titla. Lára Margrét Ragnarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, er til að mynda sérfræðingur á alþjóðaskrifstofu. Júlíus Hafstein er skrifstofustjóri á skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu, en innan vébanda utanríkisráðuneytisins eru nú þegar útflutningsráð og viðskiptaskrifstofa. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarnar vikur ítrekað leitað upplýsinga hjá utanríkisráðuneytinu um mannaráðningar þar, fjölda sendiherra við ýmis störf sem og tilgang og starfslýsingu hinna ýmsu skrifstofa sem virðast, miðað við nafngiftir, sinna nánast sömu störfum. Engin svör hafa borist frá utanríkisráðuneytinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Utanríkisþjónustan vex og vex. Tveir uppgjafapólitíkusar bættust í dag í hóp sendiherra og virðist sem nægt rúm sé innan þjónustunnar til að finna fleiri samastað. Stöð 2 greindi frá því fyrir þremur vikum að til stæði að finna þeim Markúsi Erni Antonssyni og Guðmundi Árna Stefánssyni starfa hjá utanríkisþjónustunni. Þá kannaðist hvorugur við það, sögðust koma af fjöllum þannig að svo virðist sem fréttastofan hafi vitað meira um hagi mannanna en þeir sjálfir. Í dag var þetta hins vegar staðfest. Markús er á leið til Kanada í haust og Guðmundur tekur við af Svavari Gestssyni í Stokkhólmi. Um leið verður skipt um sendiherra víðar og ýmsar innanhússtilfæringar gerðar hjá utanríkisþjónustunni og -ráðuneytinu. Þá verða alls 28 sendiherrar á launaskrá, 33 séu hinir ýmsu skrifstofustjórar taldir með og eru þó sendiskrifstofurnar aðeins nítján. Þrír sendiherrar láta þó af störfum á næstunni. Frá því að Davíð Oddsson tók við embætti utanríkisráðherra hafa, auk Markúsar og Guðmundar, í það minnsta þrír sendiherrar bæst við, tveir innanhússmenn sem fengu stöðuhækkun og Albert Jónsson varð sendiherra þegar hann fluttist með Davíð úr stjórnarráðinu. Auk þess hefur bæst við nokkur fjöldi starfsfólks með óljósa titla. Lára Margrét Ragnarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, er til að mynda sérfræðingur á alþjóðaskrifstofu. Júlíus Hafstein er skrifstofustjóri á skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu, en innan vébanda utanríkisráðuneytisins eru nú þegar útflutningsráð og viðskiptaskrifstofa. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur undanfarnar vikur ítrekað leitað upplýsinga hjá utanríkisráðuneytinu um mannaráðningar þar, fjölda sendiherra við ýmis störf sem og tilgang og starfslýsingu hinna ýmsu skrifstofa sem virðast, miðað við nafngiftir, sinna nánast sömu störfum. Engin svör hafa borist frá utanríkisráðuneytinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira