Hæfismat ekki til dómstóla 15. júní 2005 00:01 "Í máli forsætisráðherra reynir á mat á hæfi og reglur þar að lútandi," segir Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor. Hann telur að hlutverk Ríkisendurskoðunar geti falist í skoðun á hæfisreglum. Í minnisblaði síðastliðinn mánudag komst ríkisendurskoðandi að því að ástæðulaust væri að véfengja hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til afskipta af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma. Ríkisendurskoðandi segir í sama minnisblaði að spurningum um hæfi eða vanhæfi valdhafa sé lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hafi ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. "Hér þarf að meta hvort hagsmunir forsætisráðherra séu verulegir eða óverulegir, hvort hann fái ekki litið hlutlægt á málavöxtu og að hve miklu leyti hann hafi komið nálægt þessu. Ég held að niðurstaða Ríkisendurskoðunar hljóti að standa nema Alþingi taki aðra ákvörðun." Sigurður Líndal bendir jafnframt á að heimild sé í stjórnarskrá lýðveldisins til þess að skipa rannsóknarnefndir. "Það er afar sjaldan gert en slíkar nefndir hafa vald af ýmsum toga. Þótt stjórnmálaflokkur skipaði lögfræðinga til að rannsaka málið yrði að tilgreina og leggja fyrir þá ákveðnar forsendur. Þeir geta ekki yfirheyrt menn, kallað þá fyrir eða heimtað skýrslur eins og rannsóknarnefnd mundi geta gert eða dómstólar," segir Siguður og tekur fram að málið sé ekki á því stigi. "Ég sé ekki hvernig ætti að standa að þessu nema Alþingi skipaði formlega rannsóknarnefnd ef ástæða þætti til. Alþingi yrði að samþykkja slíkt og ætli séu nokkrar líkur til þess. Rannsóknarnefnd var síðast skipuð af Alþingi árið 1955. Ef ekki kemur til kasta rannsóknarnefndar eða dómstóla er lítið hægt að gera." Sigurður bendir á að fræðilega sé fyrir hendi ákæruvald Alþingis og landsdómur. "Brjóti ráðherra af sér eru til lög um ráðherraábyrgð og landsdómur dæmir í slíkum málum. Hann hefur að vísu aldrei komið saman í liðlega eina öld eða frá stofnun. Það hefur hins vegar gerst til dæmis í Danmörku þar sem ríkisréttur hefur verið kallaður saman." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffihúsi Samhjálpar Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
"Í máli forsætisráðherra reynir á mat á hæfi og reglur þar að lútandi," segir Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor. Hann telur að hlutverk Ríkisendurskoðunar geti falist í skoðun á hæfisreglum. Í minnisblaði síðastliðinn mánudag komst ríkisendurskoðandi að því að ástæðulaust væri að véfengja hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra til afskipta af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma. Ríkisendurskoðandi segir í sama minnisblaði að spurningum um hæfi eða vanhæfi valdhafa sé lögfræðilegt álitaefni sem löggjafinn hafi ekki ætlað Ríkisendurskoðun að leysa úr. "Hér þarf að meta hvort hagsmunir forsætisráðherra séu verulegir eða óverulegir, hvort hann fái ekki litið hlutlægt á málavöxtu og að hve miklu leyti hann hafi komið nálægt þessu. Ég held að niðurstaða Ríkisendurskoðunar hljóti að standa nema Alþingi taki aðra ákvörðun." Sigurður Líndal bendir jafnframt á að heimild sé í stjórnarskrá lýðveldisins til þess að skipa rannsóknarnefndir. "Það er afar sjaldan gert en slíkar nefndir hafa vald af ýmsum toga. Þótt stjórnmálaflokkur skipaði lögfræðinga til að rannsaka málið yrði að tilgreina og leggja fyrir þá ákveðnar forsendur. Þeir geta ekki yfirheyrt menn, kallað þá fyrir eða heimtað skýrslur eins og rannsóknarnefnd mundi geta gert eða dómstólar," segir Siguður og tekur fram að málið sé ekki á því stigi. "Ég sé ekki hvernig ætti að standa að þessu nema Alþingi skipaði formlega rannsóknarnefnd ef ástæða þætti til. Alþingi yrði að samþykkja slíkt og ætli séu nokkrar líkur til þess. Rannsóknarnefnd var síðast skipuð af Alþingi árið 1955. Ef ekki kemur til kasta rannsóknarnefndar eða dómstóla er lítið hægt að gera." Sigurður bendir á að fræðilega sé fyrir hendi ákæruvald Alþingis og landsdómur. "Brjóti ráðherra af sér eru til lög um ráðherraábyrgð og landsdómur dæmir í slíkum málum. Hann hefur að vísu aldrei komið saman í liðlega eina öld eða frá stofnun. Það hefur hins vegar gerst til dæmis í Danmörku þar sem ríkisréttur hefur verið kallaður saman."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffihúsi Samhjálpar Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira