Peningar hrannast upp hjá öðrum 23. júní 2005 00:01 Á sama tíma og rekstrarhalli margra ríkisstofnana hleðst upp ár frá ári vegna útgjalda umfram heimildir í fjárlögum hrannast upp peningar hjá öðrum ríkisstofnunum sem ár eftir ár fá fjárveitingar langt umfram fjárþörf. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Ríkisendurskoðanda um framkvæmd fjárlaga. Um síðustu áramót áttu 200 stofnanir og aðrir fjárlagaliðir ónýttar fjárheimildir upp á 18 milljarða króna og þá er ekki byrjað að telja fyrr en komið er yfir fjögur prósent umfram fjárheimildir, eða yfir fráviksmörkin, þannig að rauntalan sem þannig hefur safnast upp í ónýttum fjárheimildum er nær 20 milljörðum króna. Þetta er svo sem gott og blessað í ljósi þess að þessar stofnanir hafa ekki farið fram úr fjárlögum, heldur þvert á móti. Hins vegar bendir Ríkisendurskoðandi á að umfang þessara umframheimilda sem hlaðast nú upp sé orðið það mikið að það dragið úr gagnsæi eða skýrleika fjárlaganna og þeirra fjárheimilda sem Alþingi samþykkir árlega. Eins og fréttastofan greindi frá í gær má Alþingi vera ljóst í tilvikum sumra stofnana að þær muni fara fram úr fjárlögum, án þess að Alþingi hækki fjárveitinguna til samræmis við raunveruleikann. En áðurnefnd dæmi sýna að Alþingi lokar líka augunum í hina áttina, eða samþykkir miklu hærri fjárveitingar til sumra, þótt fyrir liggi að þeir þurfi ekki nema hluta af þeim til rekstursins. Varðandi framúrkeyrsluna segir Ríkisendurskoðandi að alvarlegur misbrestur sé á framkvæmd fjárlaga en engar athugasemdir eru gerðar þegar stofnanir eyða of litlu miðað við fjárlög. Ekki kemur fram hvort athugað hefur verið hvort þær stofnanir eru að rækja hlutverk sitt sem skyldi, þrátt fyrir litla eyðslu. En grípum nú aftur niður í þær athugasemdir Ríkisendurskoðanda að fjárlög séu ekki nægilega gagnsæ eða skýr og skoðum enn eina skýringu á því með því að grípa niðri í skýrslunni þar sem segir: „Forstöðumenn ríkisstofnana sem hafa glímt við fjárhagsvand, þ.e.a.s. gjöld umfram heimilaðar fjárveitingar, bentu á að þeir hefðu hvað eftir annað rætt við fulltrúa ráðuneyta sinna til að fara yfir málin. Stundum hefðu þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytið þá beðið þá um að staldra aðeins við. Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðingu á þjónustu sem geti verið, pólitískt séð, erfitt að réttlæta. Enda þótt slíkar óskir ráðuneyta séu sjaldnast settar fram skriflega telji forstöðumennirnir sig vera í góðri trú um að ráðuneytið sjái til þess að viðbótarfjárheimild fáist á næstu fjárlögum.“ Eftir standa þá spurningarnar: Hver er að gera rangt og hver er að gera rétt? Og einnig, hver á að skamma hvern og fyrir hvað? Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Á sama tíma og rekstrarhalli margra ríkisstofnana hleðst upp ár frá ári vegna útgjalda umfram heimildir í fjárlögum hrannast upp peningar hjá öðrum ríkisstofnunum sem ár eftir ár fá fjárveitingar langt umfram fjárþörf. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Ríkisendurskoðanda um framkvæmd fjárlaga. Um síðustu áramót áttu 200 stofnanir og aðrir fjárlagaliðir ónýttar fjárheimildir upp á 18 milljarða króna og þá er ekki byrjað að telja fyrr en komið er yfir fjögur prósent umfram fjárheimildir, eða yfir fráviksmörkin, þannig að rauntalan sem þannig hefur safnast upp í ónýttum fjárheimildum er nær 20 milljörðum króna. Þetta er svo sem gott og blessað í ljósi þess að þessar stofnanir hafa ekki farið fram úr fjárlögum, heldur þvert á móti. Hins vegar bendir Ríkisendurskoðandi á að umfang þessara umframheimilda sem hlaðast nú upp sé orðið það mikið að það dragið úr gagnsæi eða skýrleika fjárlaganna og þeirra fjárheimilda sem Alþingi samþykkir árlega. Eins og fréttastofan greindi frá í gær má Alþingi vera ljóst í tilvikum sumra stofnana að þær muni fara fram úr fjárlögum, án þess að Alþingi hækki fjárveitinguna til samræmis við raunveruleikann. En áðurnefnd dæmi sýna að Alþingi lokar líka augunum í hina áttina, eða samþykkir miklu hærri fjárveitingar til sumra, þótt fyrir liggi að þeir þurfi ekki nema hluta af þeim til rekstursins. Varðandi framúrkeyrsluna segir Ríkisendurskoðandi að alvarlegur misbrestur sé á framkvæmd fjárlaga en engar athugasemdir eru gerðar þegar stofnanir eyða of litlu miðað við fjárlög. Ekki kemur fram hvort athugað hefur verið hvort þær stofnanir eru að rækja hlutverk sitt sem skyldi, þrátt fyrir litla eyðslu. En grípum nú aftur niður í þær athugasemdir Ríkisendurskoðanda að fjárlög séu ekki nægilega gagnsæ eða skýr og skoðum enn eina skýringu á því með því að grípa niðri í skýrslunni þar sem segir: „Forstöðumenn ríkisstofnana sem hafa glímt við fjárhagsvand, þ.e.a.s. gjöld umfram heimilaðar fjárveitingar, bentu á að þeir hefðu hvað eftir annað rætt við fulltrúa ráðuneyta sinna til að fara yfir málin. Stundum hefðu þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytið þá beðið þá um að staldra aðeins við. Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðingu á þjónustu sem geti verið, pólitískt séð, erfitt að réttlæta. Enda þótt slíkar óskir ráðuneyta séu sjaldnast settar fram skriflega telji forstöðumennirnir sig vera í góðri trú um að ráðuneytið sjái til þess að viðbótarfjárheimild fáist á næstu fjárlögum.“ Eftir standa þá spurningarnar: Hver er að gera rangt og hver er að gera rétt? Og einnig, hver á að skamma hvern og fyrir hvað?
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira