Aukið samstarf vegna hamfara 28. júní 2005 00:01 Norðurlöndin ætla að auka samstarf vegna náttúruhamfara. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku í gær. Í þeim löndum þar sem engin eru íslensk sendiráð geta Íslendingar leitað aðstoðar í öðrum norrænum sendiráðum. Annars voru Evrópusambandsmál ofarlega á baugi þótt tvö ríki eigi ekki aðild að sambandinu. Aukið norrænt samstarf vegna hugsanlegra náttúruhamfara nær m.a. yfir áætlun um brottflutning fólks af hættusvæðum, hýsingu fórnarlamba, aðstoð við ættingja og upplýsingaveitu til fjölmiðla. Íbúar Norðurlandanna geta einnig leitað aðstoðar í öðrum orrænum sendiráðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir það mikilvægt fyrir Íslendinga ef eitthvað kemur upp á, t.d. á ferðamannastöðum. „Við gátum sent flugvél með mjög litlum fyrirvara, og breytt henni í reynd í sjúkrastofu, þannig að við höfum líka reynslu sem getur komið til góða," segir Halldór. Hann segir málið verða rætt nánar á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn verður í Danmörku í ágúst. Norrænu ríkisstjórnirnar eru með þessu að bregðast við gagnrýni á störf sín í kjölfar flóðbylgjunnar í Asíu. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðurlönd geti unnið betur saman en þá var gert. Evrópusambandið var líka rætt á fundinum í gær í ljósi þróunarinnar eftir að Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrá sambandsins. Halldór og Bondevik eru sammála um að staða mála lengi enn frekar umræðuferlið um aðild landanna tveggja að sambandinu. Hagræðing á norrænu samstarfi er sú ákvörðun nefnd að fækka ráðherranefndum úr átján í ellefu. Aðspurður hvort norrænt samstarf sé að láta undan auknu Evrópusamstarfi segir Halldór svo alls ekki vera. Það liggi fyrir að stjórnmálamenn hafi minni tíma en áður vegna aukins alþjóðasamstarfs. „Það er algjörlega nauðsynlegt að samræma betur norræna samstarfið, fækka þar nefndum, sérstaklega ráðherranefndunum, þannig að þetta verði hagkvæmara," segir Halldór. Nánar verður fjallað um fund norrænu forsætisráðherranna sem lýkur í dag í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffihúsi Samhjálpar Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Norðurlöndin ætla að auka samstarf vegna náttúruhamfara. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Danmörku í gær. Í þeim löndum þar sem engin eru íslensk sendiráð geta Íslendingar leitað aðstoðar í öðrum norrænum sendiráðum. Annars voru Evrópusambandsmál ofarlega á baugi þótt tvö ríki eigi ekki aðild að sambandinu. Aukið norrænt samstarf vegna hugsanlegra náttúruhamfara nær m.a. yfir áætlun um brottflutning fólks af hættusvæðum, hýsingu fórnarlamba, aðstoð við ættingja og upplýsingaveitu til fjölmiðla. Íbúar Norðurlandanna geta einnig leitað aðstoðar í öðrum orrænum sendiráðum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir það mikilvægt fyrir Íslendinga ef eitthvað kemur upp á, t.d. á ferðamannastöðum. „Við gátum sent flugvél með mjög litlum fyrirvara, og breytt henni í reynd í sjúkrastofu, þannig að við höfum líka reynslu sem getur komið til góða," segir Halldór. Hann segir málið verða rætt nánar á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem haldinn verður í Danmörku í ágúst. Norrænu ríkisstjórnirnar eru með þessu að bregðast við gagnrýni á störf sín í kjölfar flóðbylgjunnar í Asíu. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðurlönd geti unnið betur saman en þá var gert. Evrópusambandið var líka rætt á fundinum í gær í ljósi þróunarinnar eftir að Frakkar og Hollendingar felldu stjórnarskrá sambandsins. Halldór og Bondevik eru sammála um að staða mála lengi enn frekar umræðuferlið um aðild landanna tveggja að sambandinu. Hagræðing á norrænu samstarfi er sú ákvörðun nefnd að fækka ráðherranefndum úr átján í ellefu. Aðspurður hvort norrænt samstarf sé að láta undan auknu Evrópusamstarfi segir Halldór svo alls ekki vera. Það liggi fyrir að stjórnmálamenn hafi minni tíma en áður vegna aukins alþjóðasamstarfs. „Það er algjörlega nauðsynlegt að samræma betur norræna samstarfið, fækka þar nefndum, sérstaklega ráðherranefndunum, þannig að þetta verði hagkvæmara," segir Halldór. Nánar verður fjallað um fund norrænu forsætisráðherranna sem lýkur í dag í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffihúsi Samhjálpar Húsfélag geti ekki sektað íbúa fyrir léleg sameignarþrif Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira