Íbúðalánasjóð í stjórnsýsluúttekt 19. júlí 2005 00:01 Félagsmálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar á morgun, en eina málið á dagskrá er 80 milljarða króna útlán Íbúðalánasjóðs til sparisjóða og banka. Fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, viðskiptabönkunum og fleiri verða kallaðir fyrir nefndina. "Margir telja að Íbúðalánasjóður hafi tekið á sig ábyrgðir með þessum lánum til banka og sparisjóða sem enginn lagagrundvöllur er fyrir. Ég mun krefja forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs um aðgang að samningum sem sjóðurinn hefur gert við sparisjóði og banka. Hér er verið að tala um gríðarlega fjármuni og af þeim sökum ætla ég að fara fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Íbúðalánasjóði," segir Jóhanna. Uppgreiðslur á lánum frá Íbúðalánasjóði nema nú vel á annað hundrað milljörðum króna. Þar af hefur sjóðurinn lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða króna. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segir að hægt hefði verið að veita Íbúðalánasjóði mikið öryggi og mun hærri vexti en fyrir liðlega ári - eða allt að 9,1 prósent - ef sjóðurinn hefði lagt milljarðana inn í Seðlabankann í stað þess að setja fjármagnið strax út á lánamarkaðinn. Það hefði auðveldað glímuna við verðbólguna. Árni Páll Árnason lögmaður hefur unnið álitsgerð fyrir Íbúðalánasjóð um lögmæti lánanna til sparisjóða og banka. Hann segir að sjóðurinn geti ekki fórnað hagsmunum sínum fyrir efnahagsstefnu stjórnvalda. "Það verður að tryggja langtímaávöxtun á svo miklu fé og ekki hægt að láta það liggja á bók í Seðlabankanum. Staða Íbúðalánasjóðs er sterk þrátt fyrir erfiðleikana." Jóhanna Sigurðardóttir segist vilja vita hvaða áhættu Íbúðalánasjóður sé að taka. "Eitt atriði þessa máls er að bankar og sparisjóðir hafa rýmri reglur en Íbúðalánasjóður sem má að hámarki lána 16 milljónir króna. Við vitum að bankar og sparisjóðir lána allt að 25 milljónir króna. Ég vil vita hvort sjóðurinn ábyrgist eitthvað í þessum efnum. Ber hann einhverja ábyrgð ef lántakandi stendur ekki í skilum og sparisjóður hans verður fyrir skakkaföllum?" spyr Jóhanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar á morgun, en eina málið á dagskrá er 80 milljarða króna útlán Íbúðalánasjóðs til sparisjóða og banka. Fulltrúar frá Íbúðalánasjóði, Fjármálaeftirlitinu, Seðlabankanum, viðskiptabönkunum og fleiri verða kallaðir fyrir nefndina. "Margir telja að Íbúðalánasjóður hafi tekið á sig ábyrgðir með þessum lánum til banka og sparisjóða sem enginn lagagrundvöllur er fyrir. Ég mun krefja forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs um aðgang að samningum sem sjóðurinn hefur gert við sparisjóði og banka. Hér er verið að tala um gríðarlega fjármuni og af þeim sökum ætla ég að fara fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Íbúðalánasjóði," segir Jóhanna. Uppgreiðslur á lánum frá Íbúðalánasjóði nema nú vel á annað hundrað milljörðum króna. Þar af hefur sjóðurinn lánað bönkum og sparisjóðum 80 milljarða króna. Jón Sigurðsson seðlabankastjóri segir að hægt hefði verið að veita Íbúðalánasjóði mikið öryggi og mun hærri vexti en fyrir liðlega ári - eða allt að 9,1 prósent - ef sjóðurinn hefði lagt milljarðana inn í Seðlabankann í stað þess að setja fjármagnið strax út á lánamarkaðinn. Það hefði auðveldað glímuna við verðbólguna. Árni Páll Árnason lögmaður hefur unnið álitsgerð fyrir Íbúðalánasjóð um lögmæti lánanna til sparisjóða og banka. Hann segir að sjóðurinn geti ekki fórnað hagsmunum sínum fyrir efnahagsstefnu stjórnvalda. "Það verður að tryggja langtímaávöxtun á svo miklu fé og ekki hægt að láta það liggja á bók í Seðlabankanum. Staða Íbúðalánasjóðs er sterk þrátt fyrir erfiðleikana." Jóhanna Sigurðardóttir segist vilja vita hvaða áhættu Íbúðalánasjóður sé að taka. "Eitt atriði þessa máls er að bankar og sparisjóðir hafa rýmri reglur en Íbúðalánasjóður sem má að hámarki lána 16 milljónir króna. Við vitum að bankar og sparisjóðir lána allt að 25 milljónir króna. Ég vil vita hvort sjóðurinn ábyrgist eitthvað í þessum efnum. Ber hann einhverja ábyrgð ef lántakandi stendur ekki í skilum og sparisjóður hans verður fyrir skakkaföllum?" spyr Jóhanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira