Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2024 12:44 Þorgeir Pálsson, fyrrverandi sveitarstjóri Strandabyggðar og núverandi oddviti, er á leið í veikindaleyfi. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti í gær þrjár beiðnir sveitarstjórnarfulltrúa um lausn frá störfum. Áður höfðu tveir fulltrúar beðist lausnar. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá 12. nóvember en í bókun oddvita, Þorgeirs Pálssonar, segir að af þessum fimm hafi fjórir beðist lausnar sökum álags og áreitis. Allir hafi þeir lagt upp með að gera vel fyrir sveitarfélagið, bæta það og efla, og gengið fram af heilindum og með sannfæringu. „En það dugði ekki til. Endalausar ásakanir, niðurrif og nú síðast kom fram á síðasta sveitarstjórnarfundi bókun tveggja sveitarstjórnarmanna um að þeir hefðu fengið hótanir vegna starfa sinna í sveitarstjórn. Þetta hefur nú leitt til þess að þessir fulltrúar sjá sér ekki fært lengur, sín og fjölskyldna sinna vegna, að starfa í sveitarstjórn fyrir Strandabyggð. Þessi framkoma í garð kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn er með öllu ólíðandi og á sér fá ef nokkur fordæmi,“ segir í bókuninni. Oddvitinn segir árásir á kjörna fulltrúa jafngilda árási á lýðræðið og ekkert grín að „draga sífellt inn til umræðu“ mál sem ættu ekki heima í sveitarstjórn, til þess eins að gera fulltrúa meirihlutans og ákvarðanir hans tortryggilegar. „Fólk hefur verið sakað um frændhygli í samningum við verktaka. Því hefur opinberlega verið haldið fram að t.d. oddviti hafi sakað einstakling í samfélaginu um að hafa stolið tugum milljóna úr sjóðum sveitarfélagsins, svo dæmi séu tekin. Hvoru tveggja eru grafalvarlegar ásakanir, sem uppfylla öll skilyrði til málsóknar, kjósi menn svo,“ segir í bókun oddvitans. „Er þetta eðlilegt starfsumhverfi? Nei. Þetta er umhverfi litað af heift og ofbeldi og á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni eða eðlilegan pólitískan ágreining um stefnu eða áherslur. Þetta er í raun ein tegund ofbeldis og það er mikilvægt að allir sem þetta lesa, skilji alvarleika þessa máls. Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar.“ Greint er frá því í fundargerðinni að oddvitinn, Þorgeir Pálsson, sé sjálfur á leið í veikindaleyfi í lok dagsins í dag. Varaoddviti verður skipaður á fundi sveitarstjórnar í desember. Strandabyggð Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar frá 12. nóvember en í bókun oddvita, Þorgeirs Pálssonar, segir að af þessum fimm hafi fjórir beðist lausnar sökum álags og áreitis. Allir hafi þeir lagt upp með að gera vel fyrir sveitarfélagið, bæta það og efla, og gengið fram af heilindum og með sannfæringu. „En það dugði ekki til. Endalausar ásakanir, niðurrif og nú síðast kom fram á síðasta sveitarstjórnarfundi bókun tveggja sveitarstjórnarmanna um að þeir hefðu fengið hótanir vegna starfa sinna í sveitarstjórn. Þetta hefur nú leitt til þess að þessir fulltrúar sjá sér ekki fært lengur, sín og fjölskyldna sinna vegna, að starfa í sveitarstjórn fyrir Strandabyggð. Þessi framkoma í garð kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn er með öllu ólíðandi og á sér fá ef nokkur fordæmi,“ segir í bókuninni. Oddvitinn segir árásir á kjörna fulltrúa jafngilda árási á lýðræðið og ekkert grín að „draga sífellt inn til umræðu“ mál sem ættu ekki heima í sveitarstjórn, til þess eins að gera fulltrúa meirihlutans og ákvarðanir hans tortryggilegar. „Fólk hefur verið sakað um frændhygli í samningum við verktaka. Því hefur opinberlega verið haldið fram að t.d. oddviti hafi sakað einstakling í samfélaginu um að hafa stolið tugum milljóna úr sjóðum sveitarfélagsins, svo dæmi séu tekin. Hvoru tveggja eru grafalvarlegar ásakanir, sem uppfylla öll skilyrði til málsóknar, kjósi menn svo,“ segir í bókun oddvitans. „Er þetta eðlilegt starfsumhverfi? Nei. Þetta er umhverfi litað af heift og ofbeldi og á ekkert skylt við málefnalega gagnrýni eða eðlilegan pólitískan ágreining um stefnu eða áherslur. Þetta er í raun ein tegund ofbeldis og það er mikilvægt að allir sem þetta lesa, skilji alvarleika þessa máls. Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar.“ Greint er frá því í fundargerðinni að oddvitinn, Þorgeir Pálsson, sé sjálfur á leið í veikindaleyfi í lok dagsins í dag. Varaoddviti verður skipaður á fundi sveitarstjórnar í desember.
Strandabyggð Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira