Meiri áhætta Íbúðalánasjóðs 20. júlí 2005 00:01 Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman fyrir hádegi í dag til að fjalla um lánasamninga Íbúðalánasjóðs við sparisjóði og banka. Álitamál hafa risið um lögmæti lánveitinganna og hvort þau samrýmist markmiðum sjóðsins. Búist er við að á fundinum verði upplýst um efni samninganna og þá hvort Íbúðalánasjóður eða ríkið beri einhverja ábyrgð á hugsanlegu tapi sem af samningunum kann að hljótast. "Það er ljóst að allt fé Íbúðalánasjóðs er með ríkisábyrgð. Allir peningar sem hann hefur til ráðstöfunar eru teknir að láni nema eigið fé sjóðsins," segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann á sæti í félagsmálanefnd. Hann segir að öll lán umfram eigin fé sjóðsins ábyrgist ríkið þar með. "Húsnæðislán sjóðsins voru fjármögnuð með lánum sem sjóðurinn tók með ríkisábyrgð. Þegar fólk greiðir upp lán sín hjá sjóðnum er það að greiða upp fé sem aflað var með slíkri ábyrgð." Pétur bendir á að Íbúðalánasjóður sé nauðbeygður til að ávaxta milljarða uppgreiðslur lána á hærri vöxtum en hann borgar sjálfur fyrir lánin. "Annars tapar sjóðurinn fé og þá getur reynt á ríkisábyrgðina ef eigið fé hrekkur ekki til. Menn gleyma því alltaf að á upplýstum markaði eru lágir vextir og áhættulausir eru jafnir háum vöxtum með meiri áhættu. Sjóðurinn eykur áhættu sína ef hann teygir sig eftir háum vöxtum á þetta uppgreiðslufé." Pétur gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir að víkja frá lögbundnum markmiðum sínum. "Bankarnir lána peninga frá Íbúðalánasjóði gegn veði en setja ekki kvaðir um kaup á húsnæði. Þannig getur fólk keypt til dæmis bíla eða hlutabréf fyrir lánsfé sem ættað er frá Íbúðalánasjóði. Ef þetta er raunin fer sjóðurinn gegn markmiðum laganna. Við verðum að fá botn í þennan vanda." Pétur Blöndal var stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til síðustu áramóta og kveðst ekki hafa fengið að sjá umræddan samning sparisjóðsins við Íbúðalánasjóð þótt hann hefði beðið um það. "Ég bíð átekta og skoða dagsetningar og undirskriftir þegar og ef ég fæ að sjá samningana í dag," segir Pétur Blöndal. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman fyrir hádegi í dag til að fjalla um lánasamninga Íbúðalánasjóðs við sparisjóði og banka. Álitamál hafa risið um lögmæti lánveitinganna og hvort þau samrýmist markmiðum sjóðsins. Búist er við að á fundinum verði upplýst um efni samninganna og þá hvort Íbúðalánasjóður eða ríkið beri einhverja ábyrgð á hugsanlegu tapi sem af samningunum kann að hljótast. "Það er ljóst að allt fé Íbúðalánasjóðs er með ríkisábyrgð. Allir peningar sem hann hefur til ráðstöfunar eru teknir að láni nema eigið fé sjóðsins," segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann á sæti í félagsmálanefnd. Hann segir að öll lán umfram eigin fé sjóðsins ábyrgist ríkið þar með. "Húsnæðislán sjóðsins voru fjármögnuð með lánum sem sjóðurinn tók með ríkisábyrgð. Þegar fólk greiðir upp lán sín hjá sjóðnum er það að greiða upp fé sem aflað var með slíkri ábyrgð." Pétur bendir á að Íbúðalánasjóður sé nauðbeygður til að ávaxta milljarða uppgreiðslur lána á hærri vöxtum en hann borgar sjálfur fyrir lánin. "Annars tapar sjóðurinn fé og þá getur reynt á ríkisábyrgðina ef eigið fé hrekkur ekki til. Menn gleyma því alltaf að á upplýstum markaði eru lágir vextir og áhættulausir eru jafnir háum vöxtum með meiri áhættu. Sjóðurinn eykur áhættu sína ef hann teygir sig eftir háum vöxtum á þetta uppgreiðslufé." Pétur gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir að víkja frá lögbundnum markmiðum sínum. "Bankarnir lána peninga frá Íbúðalánasjóði gegn veði en setja ekki kvaðir um kaup á húsnæði. Þannig getur fólk keypt til dæmis bíla eða hlutabréf fyrir lánsfé sem ættað er frá Íbúðalánasjóði. Ef þetta er raunin fer sjóðurinn gegn markmiðum laganna. Við verðum að fá botn í þennan vanda." Pétur Blöndal var stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til síðustu áramóta og kveðst ekki hafa fengið að sjá umræddan samning sparisjóðsins við Íbúðalánasjóð þótt hann hefði beðið um það. "Ég bíð átekta og skoða dagsetningar og undirskriftir þegar og ef ég fæ að sjá samningana í dag," segir Pétur Blöndal.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira