Hagnaður Alcan lækkaði um 42% 8. ágúst 2005 00:01 Í fréttum frá Greiningardeild Landsbankans er greint frá því að hagnaður Alcan, næst stærsta álframleiðanda í heimi, hafi numið 190 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi og hefur lækkað um 42% frá sama tíma í fyrra, en þá nam hann 330 milljónum dollara. Hagnaður á hvern hlut nam 52 sentum, samanborið við 89 sent á síðasta ári. Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi lækkuðu um 17% á milli ára og námu alls 5,21 milljónum dollara. Ástæðan fyrir lægri tekjum er sú að Alcan þurfti að selja frá sér eitt dótturfélaga sinna í janúar á þessu ári vegna fyrirskipunar samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu. Rekstrarhagnaður félagsins án áhrifa gengisbreytinga ásamt öðru, nam 286 m.USD eða 0,77 sentum á hvern hlut, samanborið við 230 m.USD eða 0,62 sent á hlut á sama tíma í fyrra. Bætta afkomu má að mestu rekja til mikillar sölu og hærra heimsmarkaðsverðs á áli, en lágt gengi bandaríkjadals og hátt orkuverð vógu hins vegar lítillega upp á móti. Í tilkynningu frá Alcan er því spáð að eftirspurn eftir áli muni aukast um tæp 5% það sem eftir er ársins og að framleiðsla muni aukast um rúm 6%. Einnig er því spáð að umframeftirspurn eftir áli muni nema um 200.000 tonnum á árinu. Sé spá Alcan marktæk, má telja líklegt að heimsmarkaðsverð á áli muni áfram haldast hátt á næstu misserum. Erlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í fréttum frá Greiningardeild Landsbankans er greint frá því að hagnaður Alcan, næst stærsta álframleiðanda í heimi, hafi numið 190 milljónum dollara á öðrum ársfjórðungi og hefur lækkað um 42% frá sama tíma í fyrra, en þá nam hann 330 milljónum dollara. Hagnaður á hvern hlut nam 52 sentum, samanborið við 89 sent á síðasta ári. Tekjur félagsins á öðrum ársfjórðungi lækkuðu um 17% á milli ára og námu alls 5,21 milljónum dollara. Ástæðan fyrir lægri tekjum er sú að Alcan þurfti að selja frá sér eitt dótturfélaga sinna í janúar á þessu ári vegna fyrirskipunar samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu. Rekstrarhagnaður félagsins án áhrifa gengisbreytinga ásamt öðru, nam 286 m.USD eða 0,77 sentum á hvern hlut, samanborið við 230 m.USD eða 0,62 sent á hlut á sama tíma í fyrra. Bætta afkomu má að mestu rekja til mikillar sölu og hærra heimsmarkaðsverðs á áli, en lágt gengi bandaríkjadals og hátt orkuverð vógu hins vegar lítillega upp á móti. Í tilkynningu frá Alcan er því spáð að eftirspurn eftir áli muni aukast um tæp 5% það sem eftir er ársins og að framleiðsla muni aukast um rúm 6%. Einnig er því spáð að umframeftirspurn eftir áli muni nema um 200.000 tonnum á árinu. Sé spá Alcan marktæk, má telja líklegt að heimsmarkaðsverð á áli muni áfram haldast hátt á næstu misserum.
Erlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira