Síðustu ár hefur Guðmundur Tómas verið yfirmaður þjálfunarmála hjá Icelandair. Hann hóf störf hjá félaginu árið 2005 en færði sig til Cargolux árið 2010. Hann sneri aftur til Icelandair árið 2015 og hefur starfað þar síðan þá.
„Þetta er mjög spennandi tækifæri og gaman að fá það traust og þann heiður að takast á við þetta verkefni. Mjög spennandi,“ segir Guðmundur Tómas um vistaskiptin. Hann tók formlega við í gær þegar Samgöngustofa samþykkti breytinguna.