Ekkert styðji innflutningsbann 11. ágúst 2005 00:01 Formaður Dýralæknafélags Ísland segir landbúnaðarráðherra beita sjúkdómsvarnarákvæði þar sem það eigi ekki við. Hann segir ekkert styðja þá kenningu ráðherra að banna eigi innflutning á nautakjöti frá Argentínu. Þrátt fyrir að embætti yfirdýralæknis hafi lagt blessun sína yfir að hingað sé flutt inn nautakjöt frá Argentínu hefur landbúnaðarráðuneytið ekki gefið leyfi fyrir því. Ástæðan er sögð sjúkdómavarnir. Embætti yfirdýralæknis segir svæðið sem um ræðir vera í sunnanverðri Argentínu og það ávallt hafa verið laust við gin- og klaufaveiki. Það virðist því sem ráðuneytið fari eftir strangari stöðlum en það setur embætti yfirdýralæknis. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að gin- og klaufaveiki hefði komið upp í Argentínu árið 2003. Hann sagði mikilvægt að velja góð lönd þegar kæmi að kjötinnflutningi og taka enga áhættu. Þegar hann var spurður að því hvers vegna kjöt frá þeim Evrópulöndum þar sem gin- og klaufaveikin kom upp á svipuðum tíma hefði verið leyft var svarið að innkaup á þessum vörum hefðu minnkað mikið. Þegar Guðni var spurður um hvort þetta væri liður í því að verja tekjur íslensku bændastéttarinnar svaraði Guðni að Ísland flytti inn kjöt frá öruggum löndum og tók sem dæmi Nýja-Sjáland og Danmörku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir ekki óeðlilegt að landbúnaðarráðuneytið fari ekki eftir mati yfirdýralæknis. Hann segir áhættumatsmuninn liggja í því að Evrópulöndin bólusetji dýrin ekki líkt og Argentína. Staðan sé betri ef bólusetningin sé sleppt. Þorvaldur H. Þórðarson, formaður, Dýralæknafélags Íslands, segir alrangt hjá ráðherra að beita þeim rökum sem hann gerir því þau standist einfaldlega ekki. Á meðan lögfræðingar íslenskra kjötinnflytjenda velta því fyrir sér hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun vegna suðurameríska kjötsins má geta þess að Færeyingar geta keypt kílóið af slíku kjöti á 400 íslenskar krónur Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Formaður Dýralæknafélags Ísland segir landbúnaðarráðherra beita sjúkdómsvarnarákvæði þar sem það eigi ekki við. Hann segir ekkert styðja þá kenningu ráðherra að banna eigi innflutning á nautakjöti frá Argentínu. Þrátt fyrir að embætti yfirdýralæknis hafi lagt blessun sína yfir að hingað sé flutt inn nautakjöt frá Argentínu hefur landbúnaðarráðuneytið ekki gefið leyfi fyrir því. Ástæðan er sögð sjúkdómavarnir. Embætti yfirdýralæknis segir svæðið sem um ræðir vera í sunnanverðri Argentínu og það ávallt hafa verið laust við gin- og klaufaveiki. Það virðist því sem ráðuneytið fari eftir strangari stöðlum en það setur embætti yfirdýralæknis. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagði samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag að gin- og klaufaveiki hefði komið upp í Argentínu árið 2003. Hann sagði mikilvægt að velja góð lönd þegar kæmi að kjötinnflutningi og taka enga áhættu. Þegar hann var spurður að því hvers vegna kjöt frá þeim Evrópulöndum þar sem gin- og klaufaveikin kom upp á svipuðum tíma hefði verið leyft var svarið að innkaup á þessum vörum hefðu minnkað mikið. Þegar Guðni var spurður um hvort þetta væri liður í því að verja tekjur íslensku bændastéttarinnar svaraði Guðni að Ísland flytti inn kjöt frá öruggum löndum og tók sem dæmi Nýja-Sjáland og Danmörku. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir ekki óeðlilegt að landbúnaðarráðuneytið fari ekki eftir mati yfirdýralæknis. Hann segir áhættumatsmuninn liggja í því að Evrópulöndin bólusetji dýrin ekki líkt og Argentína. Staðan sé betri ef bólusetningin sé sleppt. Þorvaldur H. Þórðarson, formaður, Dýralæknafélags Íslands, segir alrangt hjá ráðherra að beita þeim rökum sem hann gerir því þau standist einfaldlega ekki. Á meðan lögfræðingar íslenskra kjötinnflytjenda velta því fyrir sér hvort grundvöllur sé fyrir málshöfðun vegna suðurameríska kjötsins má geta þess að Færeyingar geta keypt kílóið af slíku kjöti á 400 íslenskar krónur
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira