Viðræður eftir mánaðamótin 25. ágúst 2005 00:01 Nefnd á vegum bandarískra stjórnvalda leggur til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði endurskoðaður með breytta öryggishagsmuni huga í kjölfar kalda stríðsins. Lagt er til að endurskoðuð verði þörf fyrir herafla og umsvif sjó- eða flughers hér á landi. Nefndin skilaði Bandaríkjaforseta og bandaríska þinginu um 200 blaðsíðna skýrslu 15. ágúst síðastliðinn. Í niðurstöðum skýrslunnar eru aðeins átta tillögur og lýtur ein þeirra einvörðungu að varnarsamningnum við Ísland. Í bréfi með skýrslunni segjast nefndarmenn vona að hún veki og styrki þjóðlega vitund um hve mikilvæg staðsetning Bandaríkjamanna hvarvetna í heiminum sé fyrir öryggishagsmuni þjóðarinnar. Nefndin kveðst hafa einbeitt sér að þessum hagsmunum sem og aðbúnaði hermanna og fjölskyldna þeirra þegar þeir snúa heim frá herstöðvum víða um heim. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Bandaríkjaþing hafi meira eftirlit með áætlunum bandaríska varnamálaráðuneytisins um endurskipulagningu og samhæfingu herstöðva sinna víðsvegar um heim. Huga verði vel að tímaáætlunum í því sambandi. Meðal annars er fjallað um herstöðvar Bandaríkjanna í Japan en þar er gert ráð fyrir að flugherinn taki við einni herstöð af sjóhernum á Okinawa-eyju. Lagt er til að herfylki, sem ráðgert var að snúa aftur til Bandaríkjanna, verði áfram í Evrópu. Einnig er mælt með því að stjórnvöld hugi að auknum tengslum við svæði í Afríku og Suður-Ameríku sem kunni að verða hernaðarlega mikilvæg í framtíðinni. Viðræður um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hófust í sumar. Annar fundur viðræðunefnda bandarískra og íslenskra stjórnvalda verður hér á landi í byrjun september næstkomandi. Ráðgjafar og sérfræðingar á vegum flughersins sátu fyrir mánuði fund með yfirmönnum herstöðvarinnar. Þar var fjallað um rekstur hennar og búnað, en ráðgert er að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Nefnd á vegum bandarískra stjórnvalda leggur til að varnarsamningurinn við Íslendinga verði endurskoðaður með breytta öryggishagsmuni huga í kjölfar kalda stríðsins. Lagt er til að endurskoðuð verði þörf fyrir herafla og umsvif sjó- eða flughers hér á landi. Nefndin skilaði Bandaríkjaforseta og bandaríska þinginu um 200 blaðsíðna skýrslu 15. ágúst síðastliðinn. Í niðurstöðum skýrslunnar eru aðeins átta tillögur og lýtur ein þeirra einvörðungu að varnarsamningnum við Ísland. Í bréfi með skýrslunni segjast nefndarmenn vona að hún veki og styrki þjóðlega vitund um hve mikilvæg staðsetning Bandaríkjamanna hvarvetna í heiminum sé fyrir öryggishagsmuni þjóðarinnar. Nefndin kveðst hafa einbeitt sér að þessum hagsmunum sem og aðbúnaði hermanna og fjölskyldna þeirra þegar þeir snúa heim frá herstöðvum víða um heim. Meðal þess sem nefndin leggur til er að Bandaríkjaþing hafi meira eftirlit með áætlunum bandaríska varnamálaráðuneytisins um endurskipulagningu og samhæfingu herstöðva sinna víðsvegar um heim. Huga verði vel að tímaáætlunum í því sambandi. Meðal annars er fjallað um herstöðvar Bandaríkjanna í Japan en þar er gert ráð fyrir að flugherinn taki við einni herstöð af sjóhernum á Okinawa-eyju. Lagt er til að herfylki, sem ráðgert var að snúa aftur til Bandaríkjanna, verði áfram í Evrópu. Einnig er mælt með því að stjórnvöld hugi að auknum tengslum við svæði í Afríku og Suður-Ameríku sem kunni að verða hernaðarlega mikilvæg í framtíðinni. Viðræður um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hófust í sumar. Annar fundur viðræðunefnda bandarískra og íslenskra stjórnvalda verður hér á landi í byrjun september næstkomandi. Ráðgjafar og sérfræðingar á vegum flughersins sátu fyrir mánuði fund með yfirmönnum herstöðvarinnar. Þar var fjallað um rekstur hennar og búnað, en ráðgert er að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira