Viðskipti erlent

Hráolíuverð lækkaði

Olía hefur lækkað í verði vegna minni eldsneytisþarfar og aukinna birgða í Bandaríkjunum.
Olía hefur lækkað í verði vegna minni eldsneytisþarfar og aukinna birgða í Bandaríkjunum.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði á helstu mörkuðum í gær m.a. vegna minni eldsneytisþarfar og aukinna hráolíubirgða í Bandaríkjunum. Sérfræðingar OPEC-ríkjanna spá áframhaldandi lækkun á hráolíuverði á næstu mánuðum.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 35 sent og fór í 62,42 dollara á tunnu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði um 32 sent og fór í 62,94 dollara á tunnu Í Lundúnum í Bretlandi. Heimsmarkaðsverð á hráolíuverð er 12 prósentum hærra nú en fyrir ári síðan, meðal annars vegna vaxandi spennu í Íran og Nígeríu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×