Viðskipti erlent

Meiri krónubréf

Höfuðstöðvar Glitnis  við kirkjusand
Höfuðstöðvar Glitnis við kirkjusand

Þýski ríkisbankinn Rentenbank gaf út krónubréf fyrir 2 milljarða krónur á miðvikudag til tveggja ára og bera bréfin 9 prósenta vexti. Þetta er fyrsta útgáfa krónubréfa í mars og þriðja útgáfan frá því Fitch breytti horfum á lánshæfismati ríkisins úr stöðugum í neikvæðar.

Hinar útgáfurnar voru í lok febrúar þegar Rabobank gaf út krónubréf fyrir 5 milljarða og European Investment Bank gaf út 1,5 milljarða krónu krónubréf. Samtals hafa verið gefin út krónubréf fyrir rúmlegan 221 milljarð frá því í fyrra.

Samkvæmt upplýsingum frá Glitni er ljóst að flestir þeir fjárfestar sem keypt hafa krónubréf þar til á miðvikudag hafa tapað á kaupunum þar sem krónan hefur gefið mikið eftir undanfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×