Viðskipti erlent

Olíuverðið lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað talsvert frá því það fór í sögulegt hámark á föstudag í síðustu viku.
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað talsvert frá því það fór í sögulegt hámark á föstudag í síðustu viku. Mynd/AP

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði nokkuð á helstu mörkuðum í dag meðal annars vegna hugsanlegrar aðkomu alþjóðasamfélagsins að átökunum á milli Ísraels og Líbanon. Þetta er nokkur umsnúningur frá því sögulega hámarksverði sem olíutunnan fór í á föstudag í síðustu viku.

Þrátt fyrir þetta gæti enn nokkrrar óvissu á markaði en fjárfestar bíða fregn af olíubirgðum í Bandaríkjunum. Minni birgðir geta orðið til þess að verðið hækkar á ný.

Hráolía, sem afhent verður í ágúst, lækkaði um 57 sent á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og fór í 72,97 dali á tunnu en það er talsvert frá þeim 78,40 dölum sem tunnan stóð í á föstudag.

Þá lækkaði verð á Norðursjávarolíu jafnframt um 36 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 74 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×