Viðskipti erlent

Fjárfest í Matthew Williamson

Ört vaxandi tískufyrirtæki. Innkoma Baugs í eigendahóp Matthew Williamson gerir tískufyrirtækinu kleift að sækja fram á við.
Ört vaxandi tískufyrirtæki. Innkoma Baugs í eigendahóp Matthew Williamson gerir tískufyrirtækinu kleift að sækja fram á við.

Baugur hefur eignast minnihluta í breska tískufyrirtækinu Matthew Williamson, með það að leiðarljósi að styrkja félagið til sóknar á erlendri grundu.

Tískufyrirtækið var stofnað árið 1997 og hefur vaxið ört í höndum stofnenda. Joseph Velosa, forstjóri Matthew Williamson og annar stofnenda, segir að innkoma Baugs muni einkum gefa fyrirtækinu færi á að sækja inn á Bandaríkja- og Evrópumarkað.

Velta Matthew Williamson er um einn milljarður króna það sem af er ári. Félagið selur vörur sínar til 160 tískuverslana um allan heim og rekur auk þess flaggskipsverslun í Mayfair í Lundúnum. Félagið stefnir að því að auka sölu í gegnum eigin verslanir.

Kaupin fara fram í gegnum dótturfélag Baugs, Venture Business Unit, sem hefur verið að fjárfesta í smærri tískumerkjum eins og hátísku kvenfataframleiðandanum PPQ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×