Indverska vísitalan slær nýtt met 18. október 2006 06:45 fylgst með vísitölunni Verðbréfamiðlarar á Indlandi hafa fylgst grannt með breytingum á Sensex hlutabréfavísitölunni en hún kemst í methæðir á svo til hverjum degi. MYND/AFP Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 prósent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt þetta ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hækkaði um 1,5 prósent á mánudag og endaði lokagengi hennar í 12.927 stigum. Reyndar fór hún í 12.953,76 stig um miðjan dag í gær og er það hæsta gildi vísitölunnar frá upphafi. Gengi bréfa í indverska ríkisolíu- og gasfyrirtækinu Oil and Natural Gas Corporation og hátæknifyrirtækjum Infosys og Tata Consultancy hækkuðu mest. Ástæðan fyrir þessu er bjartsýni fjárfesta á að fyrirtæki þar í landi skili góðri afkomu á öðrum fjórðungi ársins og að hagvöxtur verði áfram mikill. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknar með því að hagvöxtur á Indlandi verði um 8,3 prósent á árinu en það er 3,2 prósentustigum yfir meðallagi á heimsvísu. Hlutabréfavísitalan féll snögglega í indversku kauphöllinni í júní og fór niður fyrir 9.000 stiga markið. Hún hefur jafnað sig jafnt og þétt, rauf 12.000 stiga múrinn við lok síðasta mánaðar og virðist fátt benda til að hún sé á niðurleið á nýjan leik. Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Indverska hlutabréfavísitalan Sensex hefur hækkað um 57 prósent á árinu þrátt fyrir snarpa dýfu um mitt þetta ár. Vísitalan nálgast nú 13.000 stiga markið og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hækkaði um 1,5 prósent á mánudag og endaði lokagengi hennar í 12.927 stigum. Reyndar fór hún í 12.953,76 stig um miðjan dag í gær og er það hæsta gildi vísitölunnar frá upphafi. Gengi bréfa í indverska ríkisolíu- og gasfyrirtækinu Oil and Natural Gas Corporation og hátæknifyrirtækjum Infosys og Tata Consultancy hækkuðu mest. Ástæðan fyrir þessu er bjartsýni fjárfesta á að fyrirtæki þar í landi skili góðri afkomu á öðrum fjórðungi ársins og að hagvöxtur verði áfram mikill. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknar með því að hagvöxtur á Indlandi verði um 8,3 prósent á árinu en það er 3,2 prósentustigum yfir meðallagi á heimsvísu. Hlutabréfavísitalan féll snögglega í indversku kauphöllinni í júní og fór niður fyrir 9.000 stiga markið. Hún hefur jafnað sig jafnt og þétt, rauf 12.000 stiga múrinn við lok síðasta mánaðar og virðist fátt benda til að hún sé á niðurleið á nýjan leik.
Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira