Milljónamæringar borga vel fyrir hús 1. nóvember 2006 09:17 Húsnæðisverð í Bretlandi hefur hækkað mikið síðasta áratuginn, ekki síst þær fasteignir sem eru á eftirsóttum stað. Sérfræðingar búast við að það muni hækka enn frekar á næstu árum og segja húsnæðiskaup milljónamæringa í fjármálageiranum helstu ástæðu fyrir mikilli hækkun í höfuðborginni. Fasteignaverð hefur næstum þrefaldast í verði í landinu á síðustu tíu árum sem er langt umfram helstu hagtölur en meðaltalshækkunin nemur 187 prósentum. Höfuðborgin hefur vinninginn í hækkanakeppninni en hún nemur 240 prósentum á þessu tíu ára tímabili. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fasteignasölum þar í borg að fasteignaverðið geti farið enn hærra og jafnvel tvöfaldast á næsta ári. Ástæðan fyrir hækkuninni er stórbættur hagur hóps fólks sem fái árangurstengd laun og bónusgreiðslur hjá fjármálafyrirtækjum, sem sé tilbúið til að greiða hátt verð fyrir fasteign á góðum stað. Bónusgreiðslur og árangurstengd laun hafa aukist mikið í fjármálalífi Lundúna síðustu árin. Greiðslurnar hækkuðu um 18,3 prósent á þessu ári og námu 8,8 milljörðum punda eða rúmum 1.100 milljörðum króna. Í könnun Viðskipta- og hagfræðimiðstöðvar Lundúna í Bretlandi var greint frá því á dögunum að um 4.200 manns hljóti milljón pund, rúmar 130 milljónir króna eða meira, í greiðslur sem þessar um næstu jól. Fasteignasalarnir segja fólkið nýta fjármuni sína í auknum mæli til húsnæðiskaupa í stað þess að leigja. Það horfi helst til fasteigna miðsvæðis í Lundúnum, en það hefur þær afleiðingar að framboð á leiguhúsnæði í miðborginni hefur minnkað mikið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Húsnæðisverð í Bretlandi hefur hækkað mikið síðasta áratuginn, ekki síst þær fasteignir sem eru á eftirsóttum stað. Sérfræðingar búast við að það muni hækka enn frekar á næstu árum og segja húsnæðiskaup milljónamæringa í fjármálageiranum helstu ástæðu fyrir mikilli hækkun í höfuðborginni. Fasteignaverð hefur næstum þrefaldast í verði í landinu á síðustu tíu árum sem er langt umfram helstu hagtölur en meðaltalshækkunin nemur 187 prósentum. Höfuðborgin hefur vinninginn í hækkanakeppninni en hún nemur 240 prósentum á þessu tíu ára tímabili. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fasteignasölum þar í borg að fasteignaverðið geti farið enn hærra og jafnvel tvöfaldast á næsta ári. Ástæðan fyrir hækkuninni er stórbættur hagur hóps fólks sem fái árangurstengd laun og bónusgreiðslur hjá fjármálafyrirtækjum, sem sé tilbúið til að greiða hátt verð fyrir fasteign á góðum stað. Bónusgreiðslur og árangurstengd laun hafa aukist mikið í fjármálalífi Lundúna síðustu árin. Greiðslurnar hækkuðu um 18,3 prósent á þessu ári og námu 8,8 milljörðum punda eða rúmum 1.100 milljörðum króna. Í könnun Viðskipta- og hagfræðimiðstöðvar Lundúna í Bretlandi var greint frá því á dögunum að um 4.200 manns hljóti milljón pund, rúmar 130 milljónir króna eða meira, í greiðslur sem þessar um næstu jól. Fasteignasalarnir segja fólkið nýta fjármuni sína í auknum mæli til húsnæðiskaupa í stað þess að leigja. Það horfi helst til fasteigna miðsvæðis í Lundúnum, en það hefur þær afleiðingar að framboð á leiguhúsnæði í miðborginni hefur minnkað mikið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira