Viðskipti erlent

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn (ECB) hækkaði stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent í dag og standa þeir nú í 2,50 prósentum. Með hækkuninni, sem er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga, er horft til þess að styrkja efnahag þeirra 12 aðildarlanda Evrópusambandsins (ESB), sem tekið hafa upp evruna.

Landsframleiðsla á evrusvæðinu jókst um 0,3 prósent á fjórða ársfjórðungi í fyrra en var 0,6 prósent á þriðja ársfjórðungi á síðasta ári.

Þetta er önnur hækkun stýrivaxta ECB á evrusvæðinu á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×