Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Japan

Frá kauphöllinni í Tókýó.
Frá kauphöllinni í Tókýó. Mynd/AFP

Gengi flestra hlutabréfa hækkaði við lokun markaða í Asíu í dag. Hækkunin nam í flestum tilvikum um hálfu prósentustigi en gengi bréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan hækkuðu mest. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,5 prósent og endaði í 15.901,16 stigum, sem er hæsta lokagengi vísitölunnar í sex ár.

Þetta er nokkur umsnúningur frá lokagengi vísitölunnar í síðustu viku en á föstudag lækkaði Nikkei-225 hlutabréfavísitalan um 1,6 prósent.

Bankastjórn Seðlabanka Japans hefur boðað til fundar á miðvikudag og fimmtudag og búast fjármálasérfræðingar við hækkun stýrivaxta í Japan í kjölfarið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×