Viðskipti erlent

Stýrivextir hækka í Noregi

Stjórn Seðlabanka Noregs ákvað í dag að hækka stýrivexti um 0,25 prósent og standa stýrivextir í landinu nú í 2,5 prósentum. Búist var við hækkuninni og kemur hún ekki á óvart. Í yfirlýsingu frá bankanum kemur fram að stefna bankans sé að hækka stýrivexti í Noregi jafnt og þétt í litlum skrefum.

Stýrivextir hækkuðu síðast í Noregi í nóvember í fyrra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×