Viðskipti erlent

Olíuverð nálgast sögulegu hámarki

Mynd/AFP

Verð á hráolíu nálgaðist sögulegt hámark í dag í kjölfar aukinnar spennu á milli Bandaríkjanna og Írans. Verð á Brent Norðursjávarolíu fór í 69,06 dollara á tunnu í kauphöll Lundúna í Bretlandi en verð á hráolíu fór í 69,11 dollara á tunnu á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum.

Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, vara sérfræðingar við því að verðið geti hækkað enn frekar í kjölfar aukinnar spennu á milli landanna.

Óttast er að Bandaríkjamenn ætli að ráðast inn í Íran til að koma í veg fyrir að þeir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar hafa ætíð neitað því að kjarnorkurannsóknir þeirra stuðli að framleiðslu kjarnorkuvopna og segja takmarkið raforkuframleiðslu. Þá hafa Bandaríkjamenn sömuleiðir neitað að þeir ætli sér að ráðast inn í landið.

Verð á hráolíutunnu fór hæst í 70,85 dollara þegar fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í ágúst á síðasta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×