Viðskipti erlent

Búist við hærri stýrivöxtum í Japan

Mynd/AFP

Stjórn Seðlabanka Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, eða nálægt núlli. Sérfræðingar spá að stjórnin hækki stýrivexti um 0,25 prósent í júlí eða ágúst til að halda aftur af verðbólgu.

Samkvæmt nýlegum upplýsingum var hagvöxtur í Japan 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2006 og segja sérfræðinga að fjárfestar hafi verið bjartsýnir á framtíðarhorfur í efnahagsmálum á síðastliðnum mánuðum. Á sama tíma hefur hagnaður fyrirtækja aukist, neysla neytenda aukist og atvinnuleysi minnkað.

Engu að síður segja þeir ástandið viðkvæmt og búast við aukinni verðbólgu síðsumars sem muni leiða til hækkunar stýrivaxta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×