Viðskipti erlent

Nýr forstjóri Faroe Ship

Jóhanna á Bergi.
Jóhanna á Bergi.
Jóhanna á Bergi hefur verið ráðin forstjóri Faroe Ship frá og með 22. maí nk. Jóhanna tekur við af Árna Joensen sem fer á eftirlaun eftir tæplega 30 ára starf sem forstjóri fyrirtækisins. Árni verður stjórnarformaður Faroe Ship.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Jóhanna á Bergi hafi útskrifast frá Danish School of Export and Marketing árið 1994 og lokið mastersnámi í stjórnun frá Robert Gordon University í Skotlandi árið 2004. Jóhanna er í dag sölu- og marksaðsstjóri hjá P/F JFK í Færeyjum og hefur áður starfað sem sölustjóri hjá P/F kósin Seafood og sölustjóri hjá Faroe Seafood í Frakklandi. Hún er stjórnarformaður verslunarskóla Færeyja auk þess að eiga sæti í stjórnun

nokkurra færeyskra fyrirtækja.

Faroe Ship er leiðandi flutningsfyrirtæki í Færeyjum. Fyrirtækið er dótturfélag Eimskips sem hefur undanfarið aukið verulega umsvif sín í Færeyjum með kaupum á landflutningafyrirtækjunum Heri Thomsen og Farmaleiðum. Jóhanna á Bergi mun leiða sameiningu og samþættingu á starfsemi Eimskips í Færeyjum, með það að markmiði að auka og bæta núverandi þjónustu í flutningum og vörustjórnun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×