Viðskipti erlent

Gullverð ekki hærra í aldarfjórðung

Mynd/AFP

Gullverð hækkaði um 19,90 Bandaríkjadali í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum í dag og endaði í 699,90 dölum á únsu. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan í október árið 1980 en þá fór verð á únsu í 850 dali. Fjármálasérfræðingar segja verðið ekki undrunarefni í sjálfu sér heldur sé það athyglisvert hversu mikil hækkunin hafi verið.

Segja þeir að vaxandi óstöðugleiki á alþjóðavettvangi, hækkun eldsneytisverðs og m.a. lækkun dollars gagnvart öðrum gjaldmiðlum hafi haft þessi áhrif á gullverðið. Þeir búast hins vegar við að gullverðið lækki nokkuð þegar hægist á markaðnum og fari jafnvel niður fyrir 600 dollara á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×